Úkraína þarf tvo milljarða rúmmetra af gasi

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP/Ronaldo Schemidt

Úkraína þarf „um það bil tvo milljarða rúmmetra“ af gasi til viðbótar til þess að komast í gegnum veturinn. Þetta er meðal þess sem Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði á fundi við G7 ríkin í gegnum fjarfundabúnað í dag.

Þá hvatti hann G7 ríkin til að senda fleiri vopn til Úkraínu, þar á meðal „nútíma skriðdreka“ og „stórskotalið og fleiri langdrægar eldflaugar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert