Stríðið verði „langt ferli“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP/Mikhail Metzel/Sputnik

Vladimír Pútín Rússlandsforseti varaði við því að hernaðarleg átök Rússa í Úkraínu gætu dregist á langinn, en meira en níu mánuðir eru síðan innrás Rússa hófst. Þá töldu yfirvöld í Kreml að árásinni yrði lokið innan nokkurra daga. 

Pútín lét ummælin falla eftir að Vlodomír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá því að rússneskar árásir á markað og bensínstöð í Donetsk-héraði olli dauða sex manns.

„Þegar kemur að því að fá niðurstöður í sérstökum hernaðaraðgerðum okkar, að sjálfsögðu, það er langt ferli,“ sagði Pútín á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert