Pólverjar reiðubúnir að geyma kjarnorkuvopn

Andrzej Duda, forseti Póllands.
Andrzej Duda, forseti Póllands. AFP/Kenzo Tribouillard

Pólland er tilbúið til að geyma kjarnorkuvopn á sinni grundu ef Atlantshafsbandalagið, NATO, ákveður að koma slíkum vopnum fyrir í ljósi þess að Rússar hafa aukið viðbúnað sinn í Hvíta-Rússlandi og Kalíníngrad.

Andrzej Duda, forseti Póllands, greindi frá þessu í viðtali sem var birt í morgun.

„Ef samherjar okkar vilja geyma kjarnorkuvopn á okkar landsvæði sem hluta af deilingu kjarnorkuvopna til að styrkja austurblokk NATO þá erum við tilbúin til þess,” sagði Duda í blaðinu Fakt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert