Talið að sjö séu látnir eftir skotárás í Þýskalandi

Lögreglan er með mikinn viðbúnað.
Lögreglan er með mikinn viðbúnað. AFP/Jonas Walzberg

Talið er að sjö einstaklingar séu látnir eftir skotárás í Hamborg í Þýskalandi. Árásin átti sér stað í samkomuhúsi Votta Jehóva í hverfinu Alsterdorf um klukkan níu á staðartíma.

Þýski miðillinn bild.de greinir frá. Talið er að minnst átta aðrir séu særðir.

Upphaflega greindu þýskir miðlar frá því að árásarmaðurinn hafi flúið vettvang en fréttaveitan AFP greinir nú frá því að lögreglan í Hamborg telji að árásarmaður sé meðal þeirra látnu. 

Bild.de greinir einnig frá því að fyrstu lögreglumenn á vettvang hafi heyrt byssuskot.

Peter Tschentscher, borgarstjóri Hamborgar, skrifar á Twitter að unnið sé að því að finna árásarmanninn/árásarmennina. Vottar hann fjölskyldum fórnarlambanna samúðarkveðjur.

Lögreglan í Hamborg greinir frá því á Twitter að ástæða árásarinnar liggi ekki fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert