Segir gagnsókn Úkraínumanna misheppnaða

Vladimír Pútín segir gagnsókn Úkraínumanna misheppnaða.
Vladimír Pútín segir gagnsókn Úkraínumanna misheppnaða. AFP

Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, segir „óvininum“ ekki hafa tekist að brjótast í gegnum varnir Rússa, þrátt fyrir tilraunir. Selenskí kennir hægagangi í vopnaafhendingu um hægar framfarir. 

Úkraínuher hóf gagnsókn í síðasta mánuði en fram að því hafði forseti Úkraínu unnið að því að tryggja nægilegan herbúnað frá bandamönnum á Vesturlöndum.  

Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, gerði ákall til bandamanna landsins um …
Forseti Úkraínu, Volodimír Selenskí, gerði ákall til bandamanna landsins um að flýta fyrir afhendingu vopna. AFP

Forsetaritari Úkraínu játaði á föstudaginn að bardagar hefðu verið erfiðir og gengið hægt fyrir sig, en samkvæmt skrifstofu forsetans hafði herinn komist um tvo kílómetra áfram á vígstöðvum í síðustu viku. 

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði hægar framfarir í sóknaraðgerðum vera afleiðingu af hægagangi í afhendingu hernaðartækja sem vestrænir bandamenn landsins hafi lofað. Forsetinn gerði ákall til Bandaríkjanna og annarra bandamanna um að flýta fyrir afhendingu vopnanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert