Vilja binda enda á hungur

Össur Skarphéðinsson spjallaði við börnin á Dvergasteini á meðan þau …
Össur Skarphéðinsson spjallaði við börnin á Dvergasteini á meðan þau snæddu hádegismat. mbl.is/Ómar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra heimsótti börnin á leikskólanum Dvergasteini í Reykjavík í dag og lýsti við það tækifæri yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við sameiginlega yfirlýsingu félagasamtaka um allan heim um hvernig skuli binda enda á hungur í heiminum (e. Charter to end extreme Hunger – hungercharter.org).  

Í tilkynningu frá Barnaheillum - Save the Children kemur fram að ef stjórnvöld í heiminum fari ekki að standa við skuldbindingar sínar um að sporna við matvælakreppu heimsins, megi áætla að 450 milljónir barna í heiminum muni líða fyrir líkamlegan og andlegan vanþroska af völdum vannæringar á næstu 15 árum.

Þó vannæring sé undirliggjandi ástæða þriðjungs alls barnadauða í heiminum, hefur hún ekki fengið sömu athygli og fjármagn og til dæmis alnæmi eða malaría. Það þýðir að á meðan tekist hefur að draga úr barnadauða af völdum malaríu um þriðjung frá árinu 2000, hafa tölur um vannæringu barna í Afríku einungis lækkað um innan við 0,3%.

Í dag kl. 14 hefst málþing á Facebook um vannæringu barna.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Föstudaginn 17. maí