Vaxandi austlæg átt

Veðurstofa Íslands spáir vaxandi austlægri átt, víða 8-15 í dag, en 15-20 með suðurströndinni nálægt hádegi. Fer að rigna sunnantil á landinu með morgninum, en þurrt að mestu um landið norðanvert. Hægari vindur seint í kvöld og úrkomuminna. Norðaustan og norðan 8-13 á morgun og rigning eða skúrir norðan- og austanlands, en hægari suðvestantil og léttir heldur til. Hiti 3 til 12 stig að deginum, hlýjast norðvestanlands í dag, en sunnanlands á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert