Lögðu hald á fíkniefnasendingu

mbl.is/Júlíus

Í nóvember lagði tollgæslan í Suðurnesjum hald á um fimm og hálft kíló af fíkniefnum sem komu hingað til lands með hraðsendingu frá Þýskalandi. Um er að ræða tæp fimm kíló af amfetamíni og hálft kíló af kókaíni. Götuverðmæti efnanna er talið nema tugum milljóna kr.

Enginn hefur verið handtekinn í tenglsum við málið en að sögn Jóhanns R. Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, er kominn skriður á rannsókn málsins, bæði hér á landi og í Þýskalandi. 

Þetta er mesta magn af hörðum fíkniefnum sem lagt er hald á sem koma til landsins með hraðsendingum. Fyrir nokkrum árum lagði tollgæslan hald á um 10 kíló af hassi.

 „Á sama tíma og við fögnum því að við erum að ná svona mikið af efnum þá vekur þetta ákveðinn ugg hversu harðsvíraðir og stórtækir þessir glæpahópar eru orðnir,“ sagði Jóhann samtali við mbl.is.

Jóhann telur að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að standa vaktina stíft og reyna að sækja fram í baráttunni við fíkniefnainnflutning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert