101 í röðinni

Mikið var að gera í bankaútibúum í gær.
Mikið var að gera í bankaútibúum í gær. mbl.is/HAG

Mikið álag hefur verið á þjónustufulltrúum banka enda leggja óvenjumargir leið sína í útibúin eftir fréttir mánudagsins. Sums staðar hefur svo mikið verið að gera að viðskiptavinir gefast upp á langri bið.

Rakel Rós Ólafsdóttir fór í Landsbankann í Mjódd í gær með það í huga að taka út sparifé sitt til vonar og vara. Þegar hún tók miða sá hún hinsvegar að rúmlega 100 manns voru á undan henni í röðinni skv. biðkerfinu. Í ofanálag var hraðbankinn nánast tómur af öðru en 500 kr. seðlum þegar gerð var tilraun til að taka þar út.

Rakel hvarf frá áætlunum sínum í það skiptið og vonar að spariféð sé í góðum höndum í Landsbankanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert