Athafnir útibúa erlendis á ábyrgð móðurfélags

Eftirlit með ábyrgðum Icesave var á herðum íslenska fjármálaeftirlitsins.
Eftirlit með ábyrgðum Icesave var á herðum íslenska fjármálaeftirlitsins.

„Breskar reglur gilda almennt um starfsemi erlendra banka þar í landi en hvað varðar ábyrgðir og annað slíkt er það ljóst að það heyrir undir íslenska fjármálaeftirlitið,"sagði Stefán Már Stefánsson lagaprófessor við Háskóla Íslands, spurður um Icesave netreikninga Landsbankans í Bretlandi.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hefur sagt að samkvæmt reglum um Evrópska efnahagssvæðið hefðu íslensku bankarnir ekki þurft sérstakt starfsleyfi frá fjármálaeftirlitinu hér á landi í öðrum EES-ríkjum. Fjármálaeftirlitið í gistiríkinu hefði síðan eftirlit með lausafjárstöðunni. 

„Þetta er útibú fyrirtækis sem er staðsett hér þannig að allar athafnir erlendis eru á ábyrgð móðurfyrirtækisins og því hefði ég haldið að eftirlitsreglur giltu líka um stofnun útibúa erlendis," sagði Stefán Már en hann lagði jafnframt áherslu á að hann hefði ekki kynnt sér þessi lög.

„Ef ég ætti að skjóta á þetta að óskoðuðu máli þá myndi ég telja að hvað okkur varðar með eftirlit með ábyrgðum og annað slíkt þá myndi ég halda að það væri á ábyrgð okkar yfirvalda að passa slíkt," sagði Stefán Már að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert