Bauhaus frestar opnun á Íslandi

Verslun Bauhaus á Íslandi
Verslun Bauhaus á Íslandi

Opnun byggingavöruverslunarinnar Bauhaus undir Úlfarsfelli í Reykjavík hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Það er ekki hægt að panta vörur hingað þegar gengi krónunnar breytist á korters fresti," sagði Halldór Sigurðsson framkvæmdastjóri Bauhaus slhf.

Til stóð að opna verslunina í nýju 21.500 fermetra húsnæði í desember en nú er óvíst hvenær það verður gert. „Við erum hvort eð er ekkert að miða á neinn jólavörumarkað," sagði Halldór við mbl.is.

„Við ætlum bara að taka andann og sjá til, þetta hlýtur að lagast bráðlega," sagði Halldór. Hann bætti því við að eitthvað væri búið að ráða af fólki til starfa í stjórnunarstöður en hann reiknaði með að á bilinu 150 til 160 manns yrðu ráðnir til starfa er verslunin opnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert