Lítill munur milli landssvæða

Börnin á myndinni tengjast ekki fréttinni
Börnin á myndinni tengjast ekki fréttinni Jim Smart

Lítill munur er á milli landshluta í fjórða bekk hvað varðar einkunnir í samræmdum könnunarprófum í stærðfræði og íslensku. Hins vegar er munurinn meiri á milli nemenda á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðarinnar í sjöunda bekk. Nemendur fengu einkunnir afhentar í dag.

Í fjórða bekk er meðaleinkunnin á prófi í stærðfræði 6,8 fyrir landið í heild en 6,4 í íslensku. Í stærðfræðinni er hæsta meðaleinkunnin í nágrenni Reykjavíkur, 7,1 en lægst á Suðurlandi 6,5. Í íslensku er hæsta meðaleinkunnin á Norðurlandi eystra, 6,7 en lægst á Vestfjörðum 6,1.

Í sjöunda bekk er meðaleinkunnin 6,5 í stærðfræði fyrir landið allt en 7,1 í íslensku. Hæsta meðaleinkunnin í stærðfræði er í nágrenni Reykjavíkur, 6,9 en lægst á Vestfjörðum 5,8. Í íslensku er hæsta meðaleinkunnin í nágrenni Reykjavíkur 7,3 en lægst á Vestfjörðum og Austurlandi 6,8.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert