Skólaliði réðst að nemendum

Skólaliði í Hofsstaðaskóla í Garðabæ réðst að tveimur nemendum í 7. bekk í gærdag. Annar nemandinn hlaut minniháttar áverka eftir átökin. Skólaliðinn sagði í kjölfarið starfi sínu lausu og að sögn upplýsingafulltrúa bæjarins verða ekki eftirmálar af árasinni af hálfu skólans, eftir því sem hann best veit.

Guðfinna B. Kristjánsdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar, segir að hafi verið haft samband við foreldra nemendanna og þeir látnir vita. Einnig var haldinn fundur með nemendum í gær. Guðfinna tekur fram að velferð barnanna sé höfð í fyrirrúmi og áréttar að maðurinn starfi ekki lengur við skólann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert