Hættið að kasta sprengjum

Lárus Páll ávarpar mannfjöldann.
Lárus Páll ávarpar mannfjöldann. mbl.is/Júlíus

Lárus Páll, sjúkraliði og andófsmaður, sem er ásamt hundruðum annarra að mótmæla við Alþingishúsið, fékk nú síðdegis lánað gjallarhorn lögreglu, sté upp á stein og bað viðstadda að hætta að varpa flugeldum og púðursprengjum að lögreglunni.

Sagðist Lárus Páll þekkja það úr starfi sínu hve alvarleg sár gætu hlotist af flugeldasprengingum og bað hann því viðstadda fyrir alla muni að hætta þessu athæfi. Sagðist hann raunar hafa fyrir satt, að aðeins væri tímaspurnsmál hvenær ríkisstjórnin félli og því væri óþarfi að beita slíkum aðferðum.

Viðstaddir klöppuðu fyrir Lárusi og hefur flugeldum ekki verið kastað að lögreglunni eftir þetta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka