Um 4.000 tonn af kolmunna fer til bræðslu á Skaganum

HB Grandi á Akranesi.
HB Grandi á Akranesi.

Nú er verið að landa kolmunnaafla úr Faxa RE hjá fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Akranesi. Fram kemur á vef fyrirtækisins að skipið hafi komið till hafnar í morgun eftir langa og stranga siglingu í mjög slæmu veðri frá kolmunnamiðunum djúpt vestur af Írlandi. Ingunn AK og Lundey NS eru nú á leið á miðin en skipin létu úr höfn í morgun.

Ingunn AK var með um 1.380 tonna kolmunnaafla og Lundey NS var með 1.225 tonn, en skipin komu til hafnar í lok síðustu viku, og áætlaður afli Faxa RE er 1.300 til 1.400 tonn. Alls eru þetta því tæplega 4.000 tonn.

Vefur HB Granda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert