Ekkert ljós framundan

Frá Akureyri
Frá Akureyri mbl.is/Skapti

FyrirtækiðSS Byggir á Akureyri sagði upp öllum 30 „útikörlum“ um mánaðamótin og allir starfsmenn PA byggingarverktaka, 30 að tölu, eru komnir niður í 50% starfshlutfall. Ekki er langt síðan 55 unnu hjá fyrirtækinu. Þetta eru tveir af stærstu byggingaverktökum í bænum og útlitið í þessum geira er dökkt í höfuðstað Norðurlands eins og víða annars staðar. „Ég sé ekkert ljós framundan og býst alveg eins við að þurfa að segja öllum upp,“ segir Páll Alfreðsson, eigandi PA, í samtali við Morgunblaðið.

Atvinnulausu fólki á Norðurlandi hefur reyndar fækkað um nærri 200 á einum mánuði; 1.560 voru á skrá um mánaðamótin en í byrjun apríl voru 1.739 án atvinnu. Þar af eru 172 á Norðurlandi vestra og 1.388 á Norðurlandi eystra.

Soffía Gísladóttir forstöðumaður skrifstofu Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra segir stöðuna vissulega dökka á byggingamarkaðnum en bendir þó á að ýmislegt sé jákvætt að öðru leyti, t.d. vegna úrræða sem stofnunin bjóði upp á. Hvert nýtt starf skipti máli.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert