Kvikmyndagerð úti á Horni

Baltasar Kormákur mun kvikmynda við Horn undir hlíðum Vestrahorns.
Baltasar Kormákur mun kvikmynda við Horn undir hlíðum Vestrahorns. mbl.is/Kristinn

Ný víkingamynd í leikstjórn Baltasars Kormáks verður tekin upp að hluta við gamla bæjarstæðið Horn undir hlíðum Vestrahorns. Þetta kemur fram á vef Hornarfjarðar.

Þar segir að líklegt sé að fleiri tökustaðir verði valdir í nágrenni Hafnar en málið sé í skoðun.

„Framkvæmdir að Horni eru unnar í samráði við Sveitarfélagið Hornafjörð, Fornleifavernd Ríkisins og Umhverfisstofnun en ekki verður um neinn uppgröft á jarðvegi að ræða.  Allar framkvæmdir miðast við að vera afturkræfar og malapúðar lagðir undir víkingabæinn.  Ekki verður farið inn á þau svæði sem geyma fornminjar og þau merkt sérstaklega og lokað fyrir umferð framkvæmdaraðila.  Húsarústir af öðru af steinsteyptu húsunum verður fjarlægt í samráði við Húsafriðunarnefnd og byggð verður leikmynd í kringum það hús sem eftir stendur.

Áætlað er að byggingartímabilið standi fram á sumar en tökur hefjast næsta vor.  Má þá búast við miklum fjölda starfsmanna og leikara í kringum tökurnar,“ segir á vef Hornarfjarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert