Óþolinmæði og pirringur í garð Ögmundar og félaga

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert

Mikillar óþolinmæði og pirrings gætir nú af hálfu þingmanna og ráðherra Samfylkingarinnar í garð Ögmundar Jónassonar, heilbrigðisráðherra og þingmanns Vinstri grænna, og nokkurra annarra þingmanna VG, þar sem samfylkingarfólk er farið að láta í veðri vaka að þessi hluti VG sé ekki stjórntækur vegna eindreginnar andstöðu við frumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins þokuðust mál lítið í gær, þrátt fyrir stíf fundahöld. Ögmundur Jónasson fundaði með þeim Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra fyrir ríkisstjórnarfund í gærmorgun og skýrðist á þeim fundi að Ögmundur vill í engu hvika frá þeirri kröfu að stífir fyrirvarar verði settir í frumvarpið áður en það verður að lögum; fyrirvarar sem lúta að þaki á ríkisábyrgð og að þvíverði haldið opið að íslensk stjórnvöld geti farið dómstólaleiðina.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafa samfylkingarþingmenn og -ráðherrar beitt Ögmund og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, formann þingflokks VG, gífurlegum þrýstingi. Samkvæmt sömu heimildum hefur Ögmundur í engu gefið eftir og forsætisráðherra virtist í gær hafa fært sig nær Ögmundi í afstöðu til ákveðinna fyrirvara en hún hefur hingað til opnað á. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, mun standa þétt að baki Ögmundi í kröfunni um sterka fyrirvara og líklegt er talið að það geri þær Guðfríður Lilja og Lilja Mósesdóttir einnig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert