Félag gegn fyrningarleið

Uppsjávarskip í Vestmannaeyjahöfn.
Uppsjávarskip í Vestmannaeyjahöfn. mbl.is / Sigurgeir

Stofnað hefur verið áhugamannafélag í Vestmannaeyjum til að vinna gegn hugmyndum um fyrningu kvótans. Félagið er þverpólitískt en ungir sjálfstæðismenn eru meðal stofnenda.

Félagið „Allra hagur“ varð til í kjölfar fundar hagsmunaaðila í Eyjum, „Fyrnum fyrningarleiðina“, að því er fram kemur á eyjafrettir.is.

Á Facebook síðu félagsins er sagt að þau séu gegn fyrningarleið í sjávarútvegi, útflutningsálagi á ísfiski, afnámi sjómannaafsláttar og aðför að landsbyggðinni.

Þau eru sögð „þverpólitísk samtök þeirra sem vilja ekki láta misvitra stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn eða bitra fyrrverandi útgerðarmenn sem seldu aflaheimildir sínar vegna þess þeir áttu illa rekin sjávarútvegsfyrirtæki, og fólk sem ekkert vit hefur í raun á sjávarútvegi, afnema eina fiskveiðistjórnunarkerfi heims sem skilar þjóðarbúinu raunverulegri arðsemi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert