Frestun kosningarinnar ólíkleg

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon telja líklegast að þjóðaatkvæðagreiðslan …
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon telja líklegast að þjóðaatkvæðagreiðslan verið haldin á laugardag. Ernir Eyjólfsson

Oddvitar ríkisstjórnarinnar telja ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðslunni um ríkisábyrgð á Icesave verði frestað, jafnvel þótt samkomulag náist við Breta og Hollendinga í kvöld, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins. 

Sem kunnugt er hefur íslenska samninganefndin fundað í London í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í samtali við RÚV  sagði að ef tilboð bærist þá yrði það skoðað. Reyndist það ásættanlegt yrði hugsanlega lagt fram frumvarp um þann samning. Hún kvaðst þó ekki hafa trú á að hægt yrði að afgreiða það fyrir atkvæðagreiðsluna.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði að mikið þyrfti að gerast og það hratt til að eitthvað annað en þjóðaratkvæðagreiðslan yrði raunhæft, þótt það sé tæknilega hægt ennþá. Hann taldi að menn ættu að reikna með því að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert