Hægt að tryggja fjármálastöðugleika

Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Ómar Óskarsson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það sé mat Seðlabanka Íslands að með niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánamálinu og þeim aðgerðum sem stjórnvöld hyggjast grípa til, þá eigi það að vera tiltölulega viðráðanlegt að viðhalda fjármálastöðugleiki í landinu.

Fjármálafyrirtækin, stjórnvöld og eftirlitsaðilar verði hins vegar að fylgja málinu á eftir með margvíslegum hætti.

„Við höfum haft af þessu máli töluverðar áhyggjur. Við höfum sagt að þessi óvissa sem hefur verið uppi um fjárhagsstöðu bankakerfisins, gerði það að verkum að það væri t.d. erfiðara og jafnvel útilokað að fara í það að afnema þau höft sem hafa verið á fjármagnshreyfingum. Nú má vona að það verði hægt að vinna þannig í framhaldinu að það verði sköpuð skilyrði fyrir því að við getum hreyft okkur á þeim vettvangi.“ 

Már segir ennfremur að niðurstaða Hæstaréttar sé ánægjuleg, að því leytinu til að hún sé í samræmi við þau tilmæli sem FME og SÍ sendu sameiginlega frá sér til fjármálafyrirtækja í júní sl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert