Tæplega 10 þúsund hafa kosið

Fjölmargir lögðu leið sína í Laugardalshöllina í morgun til að …
Fjölmargir lögðu leið sína í Laugardalshöllina í morgun til að greiða atkvæði mbl.is/Eggert Jóhannesson

Langar biðraðir hafa myndast í Laugardalshöllinni þar sem utankjörfundaatkvæðagreiðsla til stjórnlagaþings fer fram. Að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur, kjörstjóra, er biðin enn lengri í gærkvöldi eða um klukkustund. Alls hafa 9.586 kosið utankjörfunda sem er svipuð kjörsókn og í öðrum kosningum.

Að sögn Bergþóru fá allir þeir sem mæta á kjörstað fyrir klukkan tólf er kjörstað verður lokað, að kjósa þrátt fyrir langar biðraðir. Frá því utankjörfundaatkvæðaafgreiðsla hófst í morgun hafa tæplega fjögur hundruð manns kosið. 

Hún segir að fólk sé ekki lengi að kjósa og að fólk virðist vera vel undirbúið áður en það kemur á kjörstað. Lítið sé um að fólk kvarti yfir því að kosningin sé flókin. Það er í raun  bara biðin sem fólk kvartar yfir, segir Bergþóra í samtali við mbl.is.

Utankjörfundaatkvæðagreiðslan hófst þann 10. nóvember sl. og fór hægt af stað segir Bergþóra. Þrátt fyrir það er kjörsóknin svipuð og í öðrum kosningum. Mun fleiri hafi hins vegar kosið síðustu daga heldur en síðustu dagana sem utankjörfundaatkvæðagreiðsla fór fram fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna fyrr á árinu. Þá hafi fleiri verið búnir að kjósa fyrr. 

Hún á ekki von á því að langar biðraðir myndist á kjörstöðum á morgun enda kjörstaðir eru almennt opnir frá kl. 9 árdegis til kl. 22 að kvöldi.

Sjá nánar hér um kjörstaði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert