Sýknaðir af ákæru um fíkniefnainnflutning

mbl.is/Þorkell

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tvo menn af ákæru um stórfellt fíkniefnalagabrot með því staðið að ólögmætum innflutningi á 3.736,11 gr. af 4-flúoróamfetamíni, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni hér á landi.

Segir í dómi héraðsdóms að óumdeilt sé að annar mannanna hafi flutt efnið inn til landsins. Hann krafðist hins vegar sýknu af þeirri háttsemi þar sem ekki lá fyrir skýr refsiheimild sem banni vörslu og meðferð efnisins.

Fram kemur í dómi héraðsdóms að þegar maðurinn flutti inn 4-flúoróamfetamín hafi í gildi reglugerð þar er efnið er ekki flokkað sem bannað. Breyting var hins vegar gerð síðar þannig að efnið var bannað frá 4. október 2010. Þannig var efnið ekki bannað á þeim tíma sem hann flutti það inn og því geti háttsemi hans ekki verið refsiverð á grundvelli þess ákvæðis, segir í dómi héraðsdóms.   

Voru því 3.736,11 g af 4-flúoróamfetamíni voru gerð upptæk en maðurinn sýknaður af refsikröfu í málinu. 

Þá segir að hinn maðurinn hafi frá upphafi alfarið neitað allri aðild að innflutningnum. Í dómi héraðsdóms segi að ef svo fer að sök verði talin sönnuð byggji hann sýknukröfu sína á því að 4-flúoróamfetamín hafi ekki verið bannað hér á landi. 

Hann var því ýknaður þar sem ekki tókst að sanna að hann hefði gerst sekur um ofangreinda háttsemi, þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn lögreglu, s.s. hlustun á síma, húsleitir og rannsókn á fjármálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert