Blaðamannafundur undirbúinn

Blaðamannafundurinn undirbúinn á Bessastöðum.
Blaðamannafundurinn undirbúinn á Bessastöðum. mbl.is/Júlíus

Verið er að undirbúa blaðamannafund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á Bessastöðum en þar mun hann greina frá því hvort hann staðfestir ný Icesave-lög eða ekki.

Blaðamannafundurinn hefst klukkan 15. Staðfesti forsetinn löginn taka þau gildi og fjármálaráðherra fær heimild til að staðfesta samninga, sem gerðir voru við Breta og Hollendinga um innlánstryggningar vegna Icesave-reikninga Landsbankans.

Synji forsetinn lögunum staðfestingar taka lögin gildi en samkvæmt stjórnarskránni ber ríkisstjórninni að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lögin eigi að halda gildi sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert