Þrjár leiðir til skoðunar

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra skoðar skemmdirnar á vegnum við Múlakvísl.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra skoðar skemmdirnar á vegnum við Múlakvísl. mbl.is/Jónas Erlendsson

Þrjár leiðir eru helst taldar koma til greina við gerð bráðabirgðabrúar yfir Múlakvísl. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að velja eigi þá lausn sem taki stystan tíma.

Steingrímur skoðaði aðstæður við Múlakvísl síðdegis ásamt Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra, Hreini Haraldssyni vegamálastjóra og embættismönnum. Þeir skoðuð aðstæður ásamt heimamönnum.

Hreinn segir að tjón á brúnni sé meira en hann hafi búist við. Talið er að það taki 2-3 vikur að gera bráðabirgðabrú yfir Múlakvísl.

Steingrímur J. sagði eftir að hafa skoðað aðstæður við Múlakvísl að þegar ákvörðun yrði tekin um gerð brúar til bráðabirgða ætti að velja þá lausn sem tæki stystan tíma.

Myndin sýnir brúna yfir Múlakvísl, en hún fór af stöpli …
Myndin sýnir brúna yfir Múlakvísl, en hún fór af stöpli sínum í morgun og liggur núna með árbakkanum. Stöplarnir standa upp úr ánni. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert