Ungt fólk leigi í framtíðinni

Efnahagshrunið mun hafa þau varanlegu áhrif á íslenskum fasteignamarkaði að stuðla að hlutfallslegri fjölgun fólks í leiguhúsnæði.

Þetta segir Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, í samtali við Morgunblaðið og rökstyður mál sitt m.a. með þeirri staðreynd að bankar séu nú tregari til að lána fyrir fasteignakaupum en á síðasta áratug.

Þrátt fyrir að stærsta sveitarfélagið sé farið að gera ráð fyrir að fasteignamarkaðurinn muni breytast er ekki til neitt heildstætt yfirlit yfir leigukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Velferðarráðuneytið gerði tilraun til að áætla útgjöld vegna húsaleigu í neysluviðmiðunum. Flest bendir hins vegar til að viðmiðin, eins og þau sneru að húsaleigu, hafi aldrei verið raunhæf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert