Höfða nýju framboðin til óánægjufylgisins?

mbl.is/Kristinn

Tilkynnt hefur verið um formlega stofnun tveggja nýrra stjórnmálahreyfinga undanfarna daga og að minnsta kosti sú þriðja er í burðarliðunum. Annars vegar er um að ræða samstarf Guðmundar Steingrímssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, og Besta flokksins undir heitinu Björt framtíð og hins vegar framboð á vegum Lilju Mósesdóttur, fyrrv. þingmanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, og stuðningsmanna hennar sem fengið hefur nafnið Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar.

Þá er unnið að stofnun sameiginlegs framboðs ýmissa hópa undir vinnuheitinu Breiðfylkingin eins og fram hefur komið hér á mbl.is. Þar innanborðs eru meðal annars Hreyfingin, Borgarahreyfingin og Frjálslyndi flokkurinn auk þess sem fulltrúar frá Lýðfrelsisflokknum og Samtökum fullveldissinna hafa að sögn komið að málum sem og einstaklingar sem sátu í stjórnlagaráði á síðasta ári.

Ólíkar forsendur framboðanna

Fyrrnefndu stjórnmálahreyfingarnar tvær eiga ýmislegt sameiginlegt. Fyrir það fyrsta hafa þær báðar orðið til í kjölfar þess að þingmenn hafa ekki talið sig geta starfað lengur með þeim stjórnmálaflokkum sem þeir voru kosnir á þing fyrir. Það eru þau Guðmundur og Lilja. Í annan stað hafa báðar hreyfingarnar ekki viljað staðsetja sig á neinum ákveðnum stað í hinu pólitíska landslagi að minnsta kosti enn sem komið er. Þá eru þær báðar skipaðar fólki sem kemur úr ýmsum áttum pólitískt.

Ljóst er að fólk úr ólíkum áttum kemur einnig að Breiðfylkingunni og að það framboð hefur ekki heldur verið staðsett enn á neinum ákveðnum stað pólitískt verði það yfirhöfuð gert. Framboðið er hins vegar frábrugðið hinum tveimur einkum að því leyti að um er að ræða eins konar kosningabandalag ólíkra samtaka og hópa sem flest hafa boðið fram áður fyrir þingkosningar og eitt þeirra hefur fulltrúa á þingi, það er Hreyfingin.

Markmiðið með samstarfinu undir formerkjum Breiðfylkingarinnar mun einkum vera það að tryggja að fulltrúar náist inn á þing og ná þannig fram ákveðnum samlegðaráhrifum í ljósi þeirrar reglu að framboð þurfi að ná að minnsta kosti 5% fylgi á landsvísu til þess að geta fengið kjörna fulltrúa. Þetta kom til að mynda fram í máli Sigurjóns Þórðarsonar, formanns Frjálslynda flokksins, í samtali við mbl.is 3. janúar síðastliðinn.

Einkum vinstra megin við miðju

Enn er margt óljóst varðandi framboðin þrjú eins og Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur, kom meðal annars inn á í samtali við mbl.is fyrir helgi. Einkum varðandi Breiðfylkinguna sem hefur ekki verið stofnuð formlega enn. Væntanlega mun ýmislegt skýrast á næstunni frekar varðandi stefnur stjórnmálahreyfinganna og hvernig þær ætla sér að skipuleggja starfsemi sína fyrir næstu þingkosningar sem verða í síðasta lagi vorið 2013 eða eftir rúmt ár en gætu skollið á hvenær sem er.

Eins og fram hefur komið hafa skoðanakannanir bent til þess undanfarin misseri að verulegt fylgi kunni að vera á lausu. Þeir sem gera ekki ráð fyrir að mæta á kjörstað af einhverjum ástæðum, ætla að skila auðu, hafa ekki gert upp hug sinn eða geta ekki hugsað sér að kjósa neitt af þeim framboðum sem þegar eiga fulltrúa á þingi og allajafna er spurt um í könnunum. Misjafnt er eftir könnunum hversu margir hafa fyllt þennan hóp en um hefur verið að ræða tugi prósenta kjósenda samkvæmt þeim.

Þær fáu skoðanakannanir sem þegar hafa verið gerðar þar sem spurt hefur verið um nýju framboðin, eitt eða fleiri, hafa að sama skapi bent til þess að þau séu líklegust til þess að taka fylgi af vinstrivængnum og þá fyrst og fremst frá stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Miðað við áherslur framboðanna þriggja virðast þau enda öll eiga fyrst og fremst heima einhvers staðar vinstra megin við miðju íslenskra stjórnmála.

Tveir stórir óánægjuhópar?

Hins vegar er enn eftir að koma í ljóst hvort nýju framboðin eigi eftir að ná til þeirra hópa kjósenda sem gera má ráð fyrir að mest óánægja sé til staðar hjá. Þar er líklega einkum um að ræða fylgi töluvert til vinstri sem kosið hefur VG en hefur verið ósátt við stefnu ríkisstjórnarinnar í ýmsum málum eins og til að mynda varðandi stóriðju, niðurskurð, hvernig haldið hefur verið á málefnum bankanna og heimilanna í landinu og síðast en ekki síst að sótt hafi verið um inngöngu í Evrópusambandið.

Hinn hópurinn er það sem kalla má hægrafylgi Samfylkingarinnar en margir þar hafa greinilega verið mjög óánægðir með samstarfið við vinstri græna og einkum hvernig haldið hefur verið á efnahagsmálum þjóðarinnar og þá ekki síst andstöðu við erlendar fjárfestingar. Hvort nýju framboðin geti höfðað til þessara hópa er eftir að koma í ljós.

Fyrirfram má gera ráð fyrir að Samstaða sé einna líklegust til þess að höfða til óánægðra kjósenda VG sem margir hafa hætt stuðningi við þann flokk (nema kannski ef fram kæmi róttækt vinstrisinnað framboð) á sama tíma og Björt framtíð er sennilega líklegust til þess að ná til óánægðra fyrrverandi kjósenda Samfylkingarinnar. Ekki síst ef sýnt þykir að Samfylkingin stefni á áframhaldandi samstarf við vinstri græna að loknum næstu kosningum.

Áhugaverðar kosningar framundan

Möguleikar Breiðfylkingarinnar liggja hins vegar líklega helst í því að vel takist til við að sameina það fylgi sem þegar er á bak við þau framboð sem hana hafa í hyggju að mynda. Breiðfylkingin er í raun einna minnst óskrifað blað vegna þeirra skipulögðu framboða sem að henni ætla að standa og kann því að hafa minnsta möguleika í óánægjufylgið. Þá kannski ekki síst þar sem eitt af framboðunum er ein af þeim stjórnmálahreyfingum sem á fulltrúa á þingi og óánægjufylgið hefur ekki viljað styðja í skoðanakönnunum. Þetta á þó væntanlega eftir að skýrast þegar nær dregur kosningum.

Ekki er síðan hægt að útiloka að fleiri framboð kunni að eiga eftir að koma fram á sjónarsviðið fyrir næstu þingkosningar og þá er óvíst enn hvort af samstarfinu undir formerkjum Breiðfylkingarinnar verður en viðræður um það standa enn yfir. Það skýrist væntanlega innan skamms. Ef það gerist ekki munu þau framboð sem tekið hafa þátt í þeim viðræðum væntanlega bjóða fram undir eigin formerkjum. Það er því ljóst að það gæti stefnt í mjög áhugaverðar þingkosningar næst þegar þær fara fram hvort sem það verður vorið 2013 eða fyrr.

Guðmundur Steingrímsson, Alþingismaður.
Guðmundur Steingrímsson, Alþingismaður. mbl.is/Ómar
Lilja Mósesdóttir alþingismaður.
Lilja Mósesdóttir alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson
Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari.
Þingmenn Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. mbl.is
Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins fremst á myndinni.
Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins fremst á myndinni. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent »

Tvær bifreiðar lentu saman

18:02 Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ seinni partinn en miklar tafir hafa orðið á umferðinni um veginn í kjölfarið. Meira »

Dagur sendir samúðarskeyti

17:19 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Ada Colau, borgarstjóra Barcelona á Spáni samúðarskeyti fyrir hönd Reykvíkinga vegna hryðjuverksins í borginni síðdegis í gær þar sem fjöldi fólks lést eða slasaðist alvarlega. Meira »

Matvælastofnun ver aflífun

16:58 Matvælastofnun ver þá ákvörðun héraðsdýralæknis að aflífa hesta á bænum Skriðulandi í Hörgársveit með skoti í bóginn en ekki hausinn líkt og reglugerð um velferð hrossa kveður á um. Meira »

Samfylkingin verði Jafnaðarmenn

16:54 Hópur flokksmanna Samfylkingarinnar mun á næsta landsfundi leggja fram tillögu þess efnis að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarmenn. Auður Alfa Ólafsdóttir og Kjartan Valgarðsson munu leggja tillöguna fram, en á annan tug meðflutningsmanna mun standa að baki henni. Meira »

Björn Valur hættir sem varaformaður

16:04 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi þingmaður, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins sem fram fer 6.-8. október. Meira »

Vikugömul hræ á víðavangi

15:30 Hræ fjögurra hesta, sem Matvælastofnun lét aflífa í síðustu viku vegna illrar meðferðar eigandans, liggja enn óhreyfð í kringum bæinn Skriðuland í Hörgársveit. Fréttablaðið greinir frá þessu í morgun. Graðhestunum hafi verið safnað saman inn í hesthús og síðan teknir út, einn af öðrum Meira »

„Kraftaverk“ að vinna tókst úr gögnum

14:26 Gunnlaugur Claessen, formaður hæfisnefndar vegna ráðningar dómara í Landsrétt, segir það hafa verið kraftaverk að nefndinni skyldi hafa tekist að vinna úr þeim gögnum sem hún fékk í hendurnar á þeim tíma sem henni var gefinn til þess. Meira »

Hleypur um og dansar við alla

14:51 Valdimar Guðmundsson hleypur 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun í annað sinn. Það er þó ekki eina fréttin tengd honum í dag en í morgun var tilkynnt að hann muni leika í Rocky Horror sem Borgarleikhúsið setur upp á næsta ári. Meira »

Gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti framlengt

14:23 Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana í Mosfellsdal. Þetta staðfestir Þorgils Þorgilsson verjandi Sveins í samtali við mbl.is. Meira »

Æðstu stofnanir greiði áfengisgjald

14:15 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu fjármálaráðherra um að undanþágur æðstu stofnana ríkisins frá áfengisgjöldum skuli afnumdar. Meira »

Þjóðaröryggisráðið ekki kallað saman

14:09 Þjóðaröryggisráð mun ekki koman saman vegna hryðjuverkaárásarinnar í Barcelona á Spáni í gær, að sögn Þórunnar J. Hafstein ritara Þjóðaröryggisráðsins. Í árásinni létust að minnsta kosti 14 manns og um eitt hundrað manns slösuðust þegar sendibifreið var ekið inn í hóp fólks á Römblunni. Meira »

Hvorki tími né peningar til formannskjörs

13:52 „Við vorum í raun og veru að tala við félagsmenn, án þess að gera það í gegnum fjölmiðla sem var því miður svolítið einkenni hjá okkur síðustu mánuði,“ segir Stefán Hrafn Jóns­son, vara­formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Samtökin funduðu í gær með félagsmönnum þar sem farið var yfir stöðu mála. Meira »

Undir áhrifum á 167 km/klst á Kópaskeri

13:52 Mikið hefur verið að gera hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í vikunni og hafa umferðarmálin vegið þar þyngst. Þrír meintir ölvunarakstrar, yfir 30 hraðastrar, talað í farsíma undir stýri, umferðaróhöpp, akstur án réttinda auk tveggja fíkniefnamála komu til kasta lögreglunnar. Meira »

Borholan í Surtsey fallin saman

13:31 Borhola í Surtsey féll saman og bor festist í henni. Eftir margar tilraunir til að losa borinn var gefist upp og ekki verður meira borað í holunni. Þegar hefur verið hafist handa við að bora aðra holu. Meira »

Boða komu þjóðgarðastofnunar

13:05 Stefnt er að því að setja á fót þjóðgarðastofnun á næsta ári. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun. Meira »

Gjaldskrá hærri en í Hvalfjarðargöngum

13:33 Úttekt á framkvæmd Vaðlaheiðarganga var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun en ríkisstjórnin samþykkti í vor að leggja til við Alþingi að verja allt að 4,7 milljörðum til að ljúka við gerð ganganna. Auk umframkostnaðar hafa talsverðar tafir orðið á verkinu. Meira »

Hæstiréttur vísar frá máli Brims gegn VSV

13:07 Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands að vísa frá dómi máli Brims hf. Gegn Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Brim krafðist ómerkingar stjórnarkjörs á aðalfundi og hluthafafundi VSV á árinu 2016. Meira »

Vatnsleki á veitingastað á Smiðjuvegi

12:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna tveggja vatnsleka í morgun. Um níuleytið í morgun var slökkviliðið kallað í fyrirtæki á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar hafði vatnsleki komið upp á veitingastað og vatn síðan farið yfir í fyrirtækið við hliðina á. Meira »
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...
ÚTSALA Varahlutir TOYOTA RAV 4 2000 TIL 2003
Framleiðandi Toyota Tegund Jeppi Ár 2002 Akstur 189.000 Eldsneyti Bensín ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...