Níutíu milljónir til Fylkis

Frá Fylkisvelli.
Frá Fylkisvelli. Ernir Eyjólfsson

Borgarráð samþykkti fyrir helgi tillögu borgarstjóra um 90 milljón króna fjárveitingu til að byggja yfir áhorfendastæði við Fylkisvöll. Fjárveitingin greiðist sem byggingarstyrkur til Fylkis, 45 milljónir króna árið 2013 og 45 milljónir króna árið 2014.

Fjárveitingin er háð þeim skilyrðum að 15 milljón króna framlag komi frá Knattspyrnusambandi Íslands vegna byggingarinnar og að viðhaft verði alútboð þar sem ákveðin framkvæmdaupphæð, 105 milljónir króna, verði tilgreind sem hámarkskostnaður, ásamt því að kröfur KSÍ til áhorfendaaðstöðu í efstu deild verði uppfylltar.

Þá er lagt til að framkvæmda- og eignasviði verði heimilað að verja allt að fimm milljón krónum af stofnfjárfestingu ársins 2012 til breytinga á holræsi sem liggur undir fyrirhuguðu mannvirki en gera þarf ákveðnar breytingar á því svo hægt sé að ráðast í framkvæmdir við yfirbyggingu og stækkun áhorfendaaðstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert