Samningsafstaðan í peningamálum birt

mbl.is

Samningsafstaða Íslands í efnahags- og peningamálum vegna umsóknarinnar um inngöngu í Evrópusambandið hefur verið birt á vefsíðu utanríkisráðuneytisins vegna viðræðnanna, Vidraedur.is, samkvæmt fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Fram kemur að samningsafstaðan hafi verið send framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ríkjum sambandsins eftir að fjallað hafi verið um hana í samningahópi um efnahags- og peningamál, samninganefnd Íslands og utanríkismálanefnd Alþingis og hún samþykkt í ráðherranefnd um Evrópumál og í ríkisstjórn.

Þá kemur fram að samkvæmt samningsafstöðunni sé stefnt að því að taka upp evru sem gjaldmiðil Íslands eins fljótt og auðið sé eftir að inn í Evrópusambandið verður komið. Óskað er eftir undantekningu frá því að afhenda stofnunum sambandsins ýmsar hagtölur aftur í tímann þar sem slíkar hagtölur séu í mörgum tilvikum ekki til.

Ennfremur segir í fréttatilkynningunni að gert sé ráð fyrir því að viðræður samninganefndar Íslands og Evrópusambandsins um kaflann um efnahags- og peningamál hefjist fyrir lok þessa árs. Þá segir að samningsafstaða Íslands liggi nú fyrir í 25 köflum af þeim 35 sem viðræðurnar snúast um. Þar af er viðræðum lokið til bráðabirgða um tíu kafla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert