Ljóst að bilunin er alvarleg

Ljóst er að TF-GNA verður ekki flogið til Reykjavíkur í nótt en komið hefur í ljós að öxull brotnaði við gírkassa hennar. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni verður tekin ákvörðun í fyrramálið um það hvort að sendur verði bíll til þess að sækja hana eða hvort gert verði við hana á staðnum.

TF-SYN var send á vettvang í kvöld með flugvirkja og viðgerðarbúnað til þess að kanna hversu alvarleg bilunin væri í þyrlunni. Kom þar í ljós að öxull hafði brotnað við ryðstraumsrafal. Það hefur síðan í för með sér keðjuverkun þar sem svarf úr brotinu kann að hafa farið í olíu í gírkassa þyrlunnar en slíkt gæti valdið miklu tjóni á gírunum. Ekki er ljóst hversu lengi TF-GNA verður frá en varahlutirnir sem um ræðir þurfa að koma frá útlöndum. 

Að lokinni athugun flaug TF-SYN til baka til Reykjavíkur með áhöfn TF-GNA, og var hún komin til höfuðborgarinnar um ellefuleytið í kvöld.

Frétt mbl.is: Ekki bjartsýnir á að henni verði flogið

Frétt mbl.si: Þyrla Gæslunnar þurfti að nauðlenda

Frétt mbl.is: Ein þyrla til taks og án nætursjónauka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert