Hefur aldrei veitt jafn margar tófur

Þorvaldur Garðar Helgason við eina af mörgum tófum sem hann …
Þorvaldur Garðar Helgason við eina af mörgum tófum sem hann felldi. Ljósmynd Jón Halldórsson

Þorvaldur Garðar Helgason, refaskytta og vörubílstjóri á Hólmavík, er búinn að veiða 146 refi það sem af er árinu. Gæi, eins og hann er alla jafna kallaður, hefur stundað refaveiðar vel á fjórða áratug.

„Ég skaut 89 tófur í vetrarveiðinni síðasta vetur. Svo unnum við sjö greni í sumar með samtals 57 dýrum,“ sagði Gæi. „Þetta er orðið aðeins meira en ég hef nokkurn tíma áður veitt á jafnlöngum tíma. Ég sótti hart en hefði getað fengið meira ef tíðin hefði leyft það.“

Hann sagði að tófunni hefði fjölgað mikið væri litið áratug til baka, en fjöldinn hefði verið svipaður frá ári til árs nú nýliðin ár. Gæi nefndi til dæmis um breytta hegðun tófunnar að á sumum grenjunum í sumar hefði hann getað leyft sér að skreppa heim á Hólmavík í mat. Það hefði ekki verið hægt í gamla daga því þá voru grenin svo langt frá byggð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert