Segja borgina kynda undir verðbólgu

Reykjavíkurborg áformar að hækka gjaldskrá í leikskólum og einnig verð …
Reykjavíkurborg áformar að hækka gjaldskrá í leikskólum og einnig verð á skólamáltíðum. mbl.is/Rósa Braga

Samtök atvinnulífsins segja að Reykjavíkurborg kyndi undir verðbólguna með miklum gjaldskrárhækkunum.

„Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð gagnvart þróun verðbólgu á komandi ári. Áform borgarinnar um gjaldskrárhækkanir slá tóninn fyrir önnur sveitarfélög og verði þau að veruleika ganga þau í berhögg við tilraunir til að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu.

Skuldir heimilanna eru 2.000 milljarðar króna og þar af eru verðtryggðar skuldir 1.700 milljarðar króna. Áætla má að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% vegna gjaldskrárhækkana Reykjavíkurborgar, og annarra sveitarfélaga sem sigla í kjölfarið, sem hækkar verðtryggðar skuldir heimilanna um 2,6 milljarða króna. Sú skuldahækkun nemur 3% af ráðstöfunartekjum heimilanna. Áformaðar gjaldskrárhækkanir

Reykjavíkurborgar stuðla að áframhaldandi háum verðbólguvæntingum og kunna að gera um sinn að engu tilraunir til þess að koma á stöðugu verðlagi hér á landi. Gjaldskrárhækkanir langt umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans munu rýra kjör fjölskyldna á tvennan hátt. Minna verður til ráðstöfunar til annarra nauðþurfta og gæða og húsnæðisskuldir hækka umfram það sem annars hefði orðið,“ segir í yfirlýsingu frá SA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert