Óður til ömmu

George Valdimar Tiedemann.
George Valdimar Tiedemann. Rax / Ragnar Axelsson

Ljósmyndarinn George Valdimar Tiedemann hefur brennandi áhuga á uppruna sínum en hann er ættaður frá Látrum í Aðalvík. Á umliðnum árum hefur hann farið í fjölmargar ferðir þangað vestur og gert þeim skil í tveimur ljósmyndabókum, Finding Amma og I'm Back. 

Bækurnar eru aðeins fáanlegar á ensku en George hefur mikinn áhuga á að láta þýða þær yfir á íslensku. Hefur hann rætt við útgefendur hér heima með það í huga. „Ég vona að af þessu geti orðið í náinni framtíð enda held ég að efnið gæti vakið áhuga margra. Ég hef gert þessar bækur af brennandi áhuga en ekki fjárhagslegri þörf og hef raunar ákveðið að verði ágóði af sölu bókanna hér á landi myndi hann renna óskiptur í kirkjusjóð Staðarkirkju í Aðalvík.“

Finding Amma er tileinkuð ömmu George, Kristínu Jónu Friðriksdóttur, sem lést úr berklum frá þremur ungum börnum aðeins 27 ára að aldri. Afi George, Valdimar Ásgeirsson, hafði þá þegar orðið hafinu að bráð.

Móðir George, Magnúsína Brynjólfína Valdimarsdóttir, flutti ung til Reykjavíkur þar sem hún kynntist bandaríska hermanninum Robert L. Tiedemann. Gengu þau í heilagt  hjónaband og bjuggu lengst af í Bandaríkjunum en einnig á Íslandi og í Líbíu.

George Valdimar Tiedemann vann lengst af sem íþróttaljósmyndari hjá Sports Illustrated og er margverðlaunaður fyrir verk sín. Myndir hans hafa einnig birst í tímaritum á borð við Time, Life og People.

Rætt er við Georg Valdimar í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.




Amma og afi George: Kristín Jóna Friðriksdóttir og Valdimar Ásgeirsson.
Amma og afi George: Kristín Jóna Friðriksdóttir og Valdimar Ásgeirsson. mbl.is
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert