Illugi: Klárast ekki um helgina

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra segir að samningaviðræðum við framhaldsskólakennara miði áfram en telur raunsætt mat að þær klárist ekki um helgina og verkfall haldi áfram inn í næstu viku.

„En ég vona að í næstu viku náum við saman og það sé hægt að ljúka þessu verkfalli,“ sagði menntamálaráðherra við Gísla Martein Baldursson í Sunnudegi á Rúv fyrir stundu.

Samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum munu funda að nýju með samninganefnd ríkisins hjá Ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag.

Vonar að verkfallið verði stutt

Illugi sagðist halda að samningaviðræður gærdagsins hefðu verið ágætar og hann byndi vonir við að verkfallið yrði ekki langt. Enn væri þó langt í land, málið væri flókið og það tæki tíma að vinna það.

Hann áréttaði það sem hann sagði í viðtali við mbl.is í upphafi verkfalls, að upplag ráðuneytisins í viðræðunum væri að gera þyrfti kerfisbreytingar og stytta framhaldsskólann til að svigrúm myndaðist hjá ríkinu til launahækkana.

„Ég held að þarna sé tækifæri fyrir okkur sem við þurfum að grípa, en þetta er ekkert einfalt,“ sagði Illugi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert