Hafa enn ekki boðað til fundar

Frá samningafundi í kjaradeilu starfsmanna Isavia hjá ríkissáttasemjara.
Frá samningafundi í kjaradeilu starfsmanna Isavia hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Enn hefur ekki verið boðað til fundar í kjaradeilu flugvallarstarfsmanna Isavia, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. Allsherjarverkfall mun að óbreyttu hefjast klukkan fjögur í nótt. 

Samninganefndir FFR, SFR og LSS og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia eru hins vegar staddar í húsakynnum ríkissáttasemjara og hefur hann verið í sambandi við þær í dag. Staðan er þó enn óbreytt.

Allt útlit er fyrir að allsherjarverkfall skelli á en það þýðir að allt innanlands- og utanlandsflug stöðvast, bæði farþegaflug og vöruflutningar. Samtök atvinnulífsins reikna með að kostnaður þjóðarbúsins við verkfallið verði að minnsta kosti milljarður á dag.

Ekki hefur verið ákveðið hvort lagt verður fram frumvarp um lagasetningu á verkfallið. Innanríkisráðuneytið hefur unnið slíkt flumvarp en afgreiða þyrfti málið á Alþingi í kvöld ef afstýra á verkfallinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert