Vill ekki taka upp landamæraeftirlit

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Styrmir Kári

„Ég tel að það sé mjög mikilvægt að við gerum okkar sem fullvalda þjóð, öxlum okkar ábyrgð. Tökum á móti flóttamönnum í samræmi við okkar alþjóðlegu skyldur og gerum það eins vel og við mögulega getum.“

Þetta sagði Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra á Alþingi í dag. brást hún þar við fyrirspurn frá Oddnýju G. Harðardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, sem spurði ráðherrann út í stefnu Framsóknarflokksins í þessum málum. Tilefnið var ummæli Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í gær um að senda ætti flóttamenn til síns heima og taka upp landamæraeftirlit gagnvart Schengen-svæðinu.

Eygló sagðist ekki telja ástæðu til þess að taka sérstaklega upp vegabréfaeftirlit gagnvart öðrum Schengen-ríkjum líkt og til dæmis Svíar og Danir hefðu gert. Þá sagðist hún vera mikill stuðningsmaður EES-samningsins og telja Schengen-samstarfið hafa gagnast Íslendingum vel.

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert