Ekki sett sig í samband við fjölskylduna

Rætt hefur verið við nemendur Austurbæjarskóla um málið.
Rætt hefur verið við nemendur Austurbæjarskóla um málið. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Guðlaug Sturlaugsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólasviðs Reykjavíkurborgar, segir líkamsárás gegn nemanda í Austurbæjarskóla utan lögsögu sviðsins þar sem árásin átti sér stað „utan skóla“. Faðir stúlkunnar sem varð fyrir árásinni segist upplifa viðbrögð yfirvalda sem hvítþvott.

Frétt mbl.is: „Komum, þetta er nóg“

Frá þessu er sagt í Fréttablaðinu í dag.

Þar er meðal annars haft eftir föður stúlkunnar að enginn úr skólanum hafi sett sig í samband við fjölskylduna til að kanna líðan stúlkunnar, sem hefur orðið fyrir ofbeldi og líflátshótunum innan veggja skólans.

Frétt mbl.is: Harmar líkamsárás tengda einelti

Guðlaug segir skólastjórnendur hins vegar hafa unnið málið vel og fylgt öllum ferlum.

Hún segir málið lögreglumál.

Þetta gerist utan skóla og við getum ekki farið inn í slík mál. Málið fer til Barnaverndar og þaðan kemur það líklega aftur til okkar, Barnavernd á þá frumkvæði að þeim samskiptum,“segir hún.

Nánar má lesa um málið hjá Vísir.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert