Hnika ekki frá Dýrafjarðargöngum

Frá Þingeyri við Dýrafjörð.
Frá Þingeyri við Dýrafjörð. Sigurður Bogi Sævarsson

Hvergi verður hnikað frá né frestað fyrirhuguðu útboði á Dýrafjarðargöngum í janúar. Þetta segir í yfirlýsingu frá sameiginlegum fundi þingmanna Norðvesturkjördæmis og Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var í Reykjavík í dag.

„Sameiginlegur fundur þingmanna Norðvesturkjördæmis og Fjórðungssambands Vestfirðinga haldinn í Reykjavík 7. desember 2017, er sammála um að hvergi verði hnikað né frestað fyrirhuguðu útboði á Dýrafjarðargöngum í janúar nk. Fyrir liggur forgangröðun verkefna í samgönguáætlun 2015-2018 og í ríkisfjármáláætlun 2017-2021 og er samstaða um að Dýrafjarðargöng verði fullfjármögnuð í fjárlögum 2017 og verkefnið haldi tímaáætlun með opnun ganganna 2020,“ segir í yfirlýsingunni.

Miðað við fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi í gær er ekki gert ráð fyrir fjármagni til Dýrafjarðarganga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert