Hundar fengnir til aðstoðar við leitina

Birna Brjánsdóttir.
Birna Brjánsdóttir. Facebook

Björgunarsveitarfólk með leitarhunda hefur verið fengið til aðstoðar við leitina að Birnu Brjánsdóttur, sem týnd hefur verið síðan aðfaranótt laugardags. Voru leitarhundar fengnir til að lykta af fötum hennar heima hjá pabba Birnu til að hefja leitina. Þetta kemur fram á Facebook-síðu sem stofnuð hefur verið um leitina.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu lýs­ir enn eft­ir Birnu Brjáns­dótt­ur, sem er fædd árið 1996, en síðast er vitað um ferðir henn­ar í miðborg Reykja­vík­ur um kl. 5 aðfaranótt laug­ar­dags. Málið er í al­gjör­um for­gangi hjá lög­reglu og unnið er úr öll­um vís­bend­ing­um sem ber­ast, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrr í kvöld.

Fjöldi fólks hefur aðstoðað við leitina samkvæmt því sem fram kemur á síðunni og hefur verið sett upp kort þar sem fólk getur merkt inn þar sem leitað hefur verið.

Birna er fædd árið 1996, er 170 cm há, um það bil 70 kg og með sítt rauðleitt hár. Birna var klædd í svart­ar galla­bux­ur, ljós­gráa peysu, svart­an flís­jakka með hettu og svarta Dr. Mart­in-skó.

All­ir þeir sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um ferðir Birnu frá því kl. 5 í gær­morg­un eru beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu í síma 444-1000.

Frétt mbl.is: Málið í algjörum forgangi hjá lögreglunni

Frétt mbl.is: „Gerum allt sem hægt er“

Frétt mbl.is: Face­book-síða stofnuð vegna leit­ar

Frétt mbl.is: All­ir geti tekið þátt í leit­inni

Frétt mbl.is: Lög­regl­an leit­ar að Birnu Brjáns­dótt­ur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert