Ofninn líklega í gang upp úr helgi

Ofninn verður líklega ræstur eftir helgi.
Ofninn verður líklega ræstur eftir helgi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við vonum að við getum fari í gang upp úr helginni,“ segir Krist­leifur Andrés­son­, yf­ir­maður ör­ygg­is- og um­hverf­is­mála hjá kís­il­málmsmiðjunni United Silicon, spurður hvenær starf­semi geti hafist að nýju. Ofninn hefur ekki verið ræstur aft­ur eft­ir að 1.600 gráðu heit­ur kís­il­málm­ur lak niður á gólf þegar ker sem verið var að tappa á yf­ir­fyllt­ist aðfaranótt mánu­dags og verksmiðjan fylltist af reyk.

Unnið er að því að gera við kerið og samhliða því verður búnaðurinn endurhannaður til að gera hann öruggari og skilvirkari. „Sumarleyfi setja strik í reikninginn. Við verðum að sætta okkur við að það er júlí og margir í fríi,“ segir Kristleifur. 

„Á meðan ofninn er ekki í gangi þá framleiðum við ekkert,“ segir Kristleifur spurður fyrir hversu miklu tapi kísilmálmsmiðjan verður fyrir þegar ofninn er ekki í gangi. Hann vildi ekki nefna neinar tölur í þessu samhengi.

Hann tekur fram að eftir að ofninn var ræstur að nýju í lok maí eftir bruna og úttekt á ofninum hafi hann starfað sem skyldi.

Að kvöldi 24. maí síðastliðinn var ofninn ræstur og hefur verið í gangi fram til 17. júlí.    

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert