Húsin of há og höfundur loftdreifispár á huldu

Verksmiðja United Silicon í Helguvík.
Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Rax / Ragnar Axelsson

Dönsk verkfræðistofa sem í umhverfismati kísilvers United Silicon var sögð hafa gert loftdreifingarspá fyrir verksmiðjuna bað Skipulagsstofnun um að fjarlægja nafn sitt úr henni þar sem ekkert benti til þess að hún hefði unnið það. Á þetta féllst stofnunin sem nú er með í athugun að endurskoða umhverfismatið vegna fjölda frávika sem komið hafa upp bæði hvað varðar hönnun og fyrirkomulag mannvirkja og einnig loftmengun frá rekstrinum. 

Verksmiðjan í Helguvík var gangsett í nóvember á síðasta ári og hefur rekstur ofns hennar, þess fyrsta af fjórum sem fyrirhugaðir eru, frá byrjun gengið erfiðlega með tilheyrandi lyktarmengun og hundruðum kvartana. Íbúar í Reykjanesbæ hafa ítrekað lýst líkamlegum einkennum, s.s. þurrki og roða í augum og ertingu í öndunarfærum. Enn hefur ekki verið staðfest hvaða efni gætu leynst í loftinu sem valda einkennunum.

Fyrir utan þessi endurteknu frávik frá starfseminni, sem eru að minnsta kosti á þriðja tug að mati Umhverfisstofnunar, hefur Skipulagsstofnun gert athugasemdir við mannvirkin sem hún segir ekki samræmi við það sem kynnt var í matsskýrslu.

Þrettán metra hærra hús en ráð var fyrir gert

Þegar verksmiðjuhús United Silicon hófu að rísa í Helguvík fóru að renna tvær grímur á íbúa Reykjanesbæjar. Áttu þau virkilega að vera svona stór? Svona áberandi?

„Sjónmengun frá kísilverksmiðjunni i Helguvík verður mjög lítil þar sem flest hærri mannvirki verksmiðjunnar verða byggð á neðra svæði lóðarinnar. Verksmiðjan mun varla verða sjáanleg frá Keflavík …“ segir m.a. í matsskýrslunni. Í henni voru svo birtar afstöðumyndir frá nokkrum sjónarhornum en þær eru ekki í takt við þann raunveruleika sem blasti við er byggingarnar höfðu risið.

Verksmiðjan séð frá Garðskagavegi. Á efri myndinni má sjá verksmiðjuna ...
Verksmiðjan séð frá Garðskagavegi. Á efri myndinni má sjá verksmiðjuna í dag og á neðri myndinni eins og hún var sett inn í matsskýrsluna. Samsett mynd/mbl.is

Þegar farið var að grafast fyrir um málið kom í ljós að hluti verksmiðjuhúsanna er 13 metrum hærri en matsskýrsla frá árinu 2013 og deiliskipulag svæðisins gerði upprunalega ráð fyrir. Aðrir hlutar voru allt að átta metrum hærri. Mannleg mistök eru sögð hafa orðið til þess að teikningar sem verksmiðjuhúsin voru svo byggð eftir voru stimplaðar og þar með samþykktar hjá starfsmanni Reykjanesbæjar. Svo virðist sem þær séu miðaðar við drög að deiliskipulagi sem hafði á síðari stigum verið breytt. Kísilver United Silicon var því byggt eftir teikningu sem var ekki í takt við það sem fram kom í matsskýrslunni sem hafði verið kynnt almenningi.

Skipulagsstofnun gerði athugasemd við þetta í upphafi árs og fékk þau svör frá Reykjanesbæ að mannvirkin væru í samræmi við gildandi deiliskipulag sem hafði verið breytt árið 2015. Á það féllst Skipulagsstofnun ekki og vísaði m.a. í svarbréfi sínu til fréttaflutnings þar sem bærinn viðurkenndi að hluti mannvirkjanna væri ekki í samræmi við skipulagið. Stofnunin áréttaði að byggingar á hluta lóðarinnar væru ekki í samræmi við það sem kynnt var í matsskýrslunni, hvorki hvað varðaði umfang, gerð eða ásýnd. 

Skipulagsstofnun minnti Reykjanesbæ á þá skyldu samkvæmt lögum að ganga úr skugga um að framkvæmdir séu bæði í samræmi við þau gögn sem álit stofnunarinnar um mat á umhverfisáhrifum byggir á og gildandi skipulagsáætlanir. „Stofnunin fær ekki annað séð en að sveitarfélagið hafi vanrækt þessa skyldu og gefið út leyfi sem uppfylla ekki skilyrði framangreindra laga. Það er ámælisvert.“

Skipulagsstofnun hefur hins vegar engin lagaleg úrræði til að bregðast frekar við málum af þessu tagi. Niðurstaðan var sú að húsin risu og voru hærri en kynnt hafði verið fyrir íbúum.

Umhverfismat mögulega endurskoðað

Í skýrslu um mat á umhverfisáhrifum United Silicon, sem staðfest var með áliti Skipulagsstofnunar í maí 2013, var ekki fjallað um frávik í rekstri eða sett fram viðbragðsáætlun vegna þeirra. Í ljósi vandamála sem komið hafa upp hefur Skipulagsstofnun tilkynnt fyrirtækinu að því beri að leggja fram erindi þar sem gerð er grein fyrir frávikunum. Í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvort endurskoða þurfi umhverfismatið. Endurskoðað umhverfismat gæti leitt til þess að endurskoða þurfi starfsleyfi verksmiðjunnar, að því er fram kemur í skriflegu svari Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur, forstjóra Skipulagsstofnunar, við spurningum mbl.is.

Í bréfi Umhverfisstofnunar til Skipulagsstofnunar í mars á þessu ári var vakin athygli á „ýmsum annmörkum“ á matsskýrslu United Silicon. „Það sem fyrst ber að benda á er að allt matið og öll losun mengunarefna miðast við að rekstur verkmiðjunnar gangi eins og best verður á kosið,“ segir í bréfinu. Við þær aðstæður er ofninn keyrður á kjörhita sem tryggir að lítið sem ekkert myndast af þeim snefilefnum sem nú er verið að skoða hvort séu að valda lyktarmengun og  líkamlegum einkennum hjá íbúum Reykjanesbæjar.

Ekki var gert ráð fyrir að mæla flest þeirra efna sem geta myndast ef hitastig ofnsins er of lágt „enda ekki gert ráð fyrir því í upphafi, hvorki í mati á umhverfisáhrifum né við starfsleyfisvinnslu, að þessi efni væru að myndast í mælanlegum styrk,“ segir m.a. í bréfi Umhverfisstofnunar.

Þá hefur stofnunin bent á að ekki hafi verið fjallað um lyktarmengun í mati á umhverfisáhrifum og hefur minnt á að ólykt teljist til mengunar samkvæmt skilgreiningu í lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Verksmiðjan séð frá Innri-Njarðvík. Á eftir myndinni má sjá verksmiðjuna ...
Verksmiðjan séð frá Innri-Njarðvík. Á eftir myndinni má sjá verksmiðjuna í dag og á neðri myndinni eins og hún var sett inn í matsskýrsluna. Samsett mynd/mbl.is

Ekki gert ráð fyrir mengunarslysum

Ásdís Hlökk segir í svari sínu að ekki hafi komið fram ábendingar í umhverfismatsferlinu, svo sem frá leyfisveitendum og öðrum umsagnaraðilum, um að þörf væri á sérstakri umfjöllun í matsskýrslunni um frávik af því eðli og stærðargráðu sem reynst hafa viðvarandi í rekstri verksmiðju United Silicon. Efnistök og nálgun í umhverfismati United Silicon hafi verið sambærileg hvað þetta varðar við það sem hefur verið í umhverfismati fyrir annan verksmiðjurekstur í málmiðnaði.

Í umsögn Umhverfisstofnunar um tillögu að matsáætlun vegna kísilvers United Silicon sagði þó: „Umhverfisstofnun telur að í frummatsskýrslunni ætti einnig að vera umfjöllun um viðbragðsáætlanir vegna mengunarslysa eða óhappa, bæði á framkvæmdar- og rekstartíma verksmiðjunnar.“

Almennt er í mati á umhverfisáhrifum ekki fjallað um annars konar frávik frá starfsemi nema vegna náttúruvár eða slysa eins og t.d. bruna, óhappa við flutning og þess háttar. Í svari Skipulagsstofnunar við spurningum mbl.is segir að vandséð sé hvernig væri unnt að fjalla um ófyrirséð vandamál við gangsetningu og rekstur. „Þess vegna er nauðsynlegt að í starfsleyfi séu ákvæði til að bregðast við því óvænta, þ.e. að forsenda sé til að endurskoða starfsleyfi ef mengun af völdum rekstrarins er meiri en búast mátti við þegar starfsleyfið var gefið út eða ef vart verður mengunar sem ekki var gert ráð fyrir við útgáfu leyfisins.“

Skipulagsstofnun gaf út álit í maí 2013 um mat á umhverfisáhrifum verksmiðju United Silicon sem er lokahnykkur umhverfisferlisins og undanfari þess að framkvæmdaraðili geti sótt um tilskilin leyfi til framkvæmda og rekstrar. Þann 3. júlí 2014 veitti Umhverfisstofnun Stakksbraut 9 ehf. starfsleyfi fyrir starfseminni. Það leyfi var svo fært yfir á Sameinað Sílikon hf. í september árið 2015.

COWI kannast ekki við spána

Í febrúar 2015, nær tveimur árum eftir að álit Skipulagsstofnunar lá fyrir, barst stofnuninni erindi frá verkfræðistofunni COWI þar sem fram kom að athygli COWI hafi verið vakin á að í matsskýrslu United Silicon sé loftdreifingarspá (minnisblað) auðkennd með nafni og merki stofunnar. Í skjalavistunarkerfi fyrirtækisins finnist hins vegar ekkert sem bendi til þess að spáin hafi verið unnin af COWI. Í ljósi þessa óskaði COWI eftir því að minnisblaðið yrði fjarlægt af vef Skipulagsstofnunar eða nafn og merki fyrirtækisins fjarlægt úr skjalinu.

Á þessum tíma var mat á umhverfisáhrifum kísilvers Thorsil í Helguvík til umfjöllunar sem og samlegðaráhrif kísilveranna tveggja og álvers Norðuráls. Skipulagsstofnun óskaði því eftir sérfræðiáliti Sigurðar Magnúsar Garðarssonar, prófessors við Háskóla Íslands. Álitið byggði á loftdreifingarskýrslum sem lágu til grundvallar umhverfismati fyrirtækjanna þriggja ásamt frekari upplýsingum sem Skipulagsstofnun aflaði frá United Silicon og Thorsil um loftdreifingarspár.

Á efri myndinni má sjá verksmiðjuna í dag, en á ...
Á efri myndinni má sjá verksmiðjuna í dag, en á neðri myndinni eins og gert var ráð fyrir henni í matsskýrslunni. Samsett mynd/mbl.is

Á grundvelli sérfræðiálits Sigurðar Magnúsar og nýrra upplýsinga frá United Silicon taldi Skipulagsstofnun hafa verið sýnt fram á að að mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðra framkvæmda byggðu á áreiðanlegum líkönum og þeim hefði verið beitt á á réttan hátt. Stofnunin taldi því að loftdreifingarspá í matsskýrslu af öðrum aðila en COWI ekki hafa áhrif á matsferli verksmiðjunnar og niðurstöðu þess.

Í ljósi þessa féllst Skipulagsstofnun á að taka út af vef sínum matsskýrslu United Silicon, með minnisblaðinu sem merkt var COWI, og setja þess í stað skýrsluna með sömu upplýsingum, án nafns eða merkis COWI. Í skýrslunni er þó enn kafli þar sem segir: Alþjóðlega verkfræðistofan COWI í Danmörku gerði árið 2008 loftdreifingarlíkan fyrir Helguvíkursvæðið.“

Stofnandi fyrrverandi starfsmaður COWI

Í ítarlegri fréttaskýringu Stundarinnar frá því í ágúst í fyrra kemur fram að Magnús Ólafur Garðarsson, einn stofnenda United Silicon, hafi verið starfsmaður COWI til ársins 2009. Magnús var áður eigandi Icelandic Silicon Corporation, forvera United Silicon, sem lét gera matsskýrslu á fyrirhuguðu kísilveri í Helguvík árið 2008. Þá skýrslu er enn að finna á vef Skipulagsstofnunar og er hún í mörgum atriðum sambærileg þeirri sem liggur nú til grundvallar starfsleyfi United Silicon. Í þessari fyrri skýrslu kemur nafn COWI ítrekað fram, m.a. er þar að finna umrætt minnisblað sem COWI fór síðar fram á að yrði fjarlægt. 

Í viðtali við DV á síðasta ári fullyrti Magnús að COWI hefði gert loftdreifispána. Hana hefði fyrrverandi starfsmaður stofunnar unnið og því undraðist hann bréf COWI til íslenskra skipulagsyfirvalda. 

Forsvarsmenn COWI vildu ekki tjá sig um málið þegar mbl.is leitaði eftir því og vísuðu á stjórnendur United Silicon og skipulagsyfirvöld á Íslandi.

mbl.is

Innlent »

Segir farið í manninn en ekki boltann

19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

Ferðir féllu niður í dag

17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

15:42 Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1. Meira »

Mjög dregið úr brottkasti

15:08 Mjög hefur dregið úr brottkasti á liðnum árum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook-síðu sinni. Vísar hún þar til funda sem hún hefur átt í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast og vigtunarmál með ráðuneytisstarfsmönnum, forstjóra Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu þar sem fram hafi komið að allar rannsóknir bentu til þess að dregið hafi mjög úr. Meira »

Holtavörðuheiði gæti opnast síðar í dag

15:07 Búist er við því að Holtavörðuheiði verði opnuð síðar í dag. Reiknað er með því að Öxnadalsheiði verði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið. Fjallvegir á Norðausturlandi verða líklega ekki opnaðir fyrr en líður á morguninn en samkvæmt veðurspá mun veðrið ekki ganga niður að ráði fyrr en með morgni. Meira »

Krafa um 300 milljónir „fráleit“

14:34 „Krafa gerðarþola um 300 milljón króna tryggingu er fráleit,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigenda meirihluta eigna í húsnæði við Bíldshöfða 18. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst í morgun á að setja lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar. Meira »

Kom blóðugur inn í íbúðina

14:07 Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á þriðjudaginn í Héraðsdómi Vesturlands og til greiðslu miskabóta fyrir húsbrot, líkamsárás og fyrir að hafa „sýnt af sér ógnandi og vanvirðandi háttsemi gagnvart tveimur börnum húsráðenda og valda þeim mikilli hræðslu og andlegu áfalli“. Meira »

Flýði lögregluna og ók á hús

14:38 Karlmaður á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni þegar hann reyndi að flýja lögregluna og ók á gamla Austurbæjarbíó í Reykjavík. Ökumaðurinn og farþegi voru í kjölfarið handteknir. Grunur var um að ökumaðurinn væri undir stýri eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Meira »

Mál Aldísar verður endurflutt

14:30 Endurflytja þarf mál Aldísar Hilmarsdóttur gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan er sú að dómur hefur ekki verið kveðinn upp í málinu átta vikum eftir að aðalmeðferð lauk. Meira »

Festu bát við bryggju á Hjalteyri

13:55 Fjórir björgunarsveitarmenn frá Akureyri voru kallaðir að Hjalteyri í morgun vegna báts sem var að losna frá bryggjunni.  Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...