„Hef aldrei fundið fyrir neinu svona sterku“

Björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lögregla og her vinna að því að bjarga ...
Björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lögregla og her vinna að því að bjarga fólki úr rústum húsa sem hrundu í Mexíkóborg. AFP

Elín Emilsson Ingvarsdóttir, sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1, fjöldi húsa hrundi til grunna og vinna björgunarsveitir nú í kappi við tímann að ná fólki úr rústunum.

Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka frekar.

Skjálft­inn varð um 8 km suðaust­ur af Atenc­ingo, í Pu­ebla-fylki sem er ná­granna­fylki höfuðborg­ar­inn­ar og á 51 km dýpi.

32 ár eru í dag frá því að jarðskjálfti upp á 8 varð í nágrenni Mexíkóborgar, sem kostaði 5.000 manns lífið og eyðilagði 100.000 bygg­ing­ar.

„Ég hef aldrei fundið fyrir neinu svona sterku,“  segir Elín sem var búsett í borginni fyrir 32 árum þegar stóri skjálftinn reið yfir.

Elín Emilsson Ingvarsdóttir.
Elín Emilsson Ingvarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Í lagi með Íslendingana sem hún þekkir

Elín þekkir fimm Íslendinga sem eru búsettir eru í borginni og segir hún vera lagi með þau öll, þó þau séu vissulega öll í áfalli. „Þetta var líka hryllilegt.“

„Þetta var miklu sterkara en ég hef fundið fyrir áður,“ segir hún og kveður mexíkóska fjölmiðla segja jarðskjálftabylgjurnar hafa verið aðrar en í skjálftanum 7. september sem kostaði 98 manns lífið. „Sá skjálftinn var sterkari, en hann fannst ekki jafn vel í Mexíkóborg. Mér skilst að það hafi líka verið bylgjuskjálfti.“

Hvarflaði að mér að byggingin myndi hrynja

 „Ég vinn á þriðju hæð og sú hugsun hvarflaði að mér að byggingin myndi hrynja, þó að hún sé mjög sterkbyggð,“ segir Elín sem starfar í kennaraháskóla í borginni.

Fólk þusti út á götur borgarinnar þegar skjálftans varð vart, en hún segir þó ekki hafa gætt neins óðagots. Ákveðnir starfsmenn á vinnustöðum fái þjálfun í hvernig eigi að bregðast við jarðskjálftum og þeir sjái um að leiðbeina hinum. „Þetta var ekki eins og í bandarískri kvikmynd þar sem ríkir algjör ringulreið, heldur var þetta eiginlega mjög vel skipulegt.“

Elín býr í suðurhluta borgarinnar og var komin heim til sín þegar mbl.is náði sambandi við hana. Hún segir engar skemmdir vera sýnilegar í sínu næsta nágrenni. „Við erum líka sem betur fer á frekar góðu svæði.“

Heyrir í sírenunum

„Mér skilst að 54 byggingar hafi hrunið í Mexíkóborg og síðustu tölur sem ég heyrði voru að 119 manns hafi látið lífið. Við erum að fylgjast með fréttum af skjálftanum í sjónvarpinu og fáum fréttir af björgunarsveitum sem eru nú á fullu við  reyna að grafa fólk úr rústunum.“ Elín segir lífið í borginni hafa stöðvast við skjálftann og fólk er beðið um að halda sig heima við.

„Ég heyri í sírenum og það er verið að reyna að halda götunum auðum svo björgunarsveitir og slökkvilið komist sinna leiða.“

mbl.is

Innlent »

Stofna starfshóp um nýjan Laugardalsvöll

15:41 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti yfir vilja sínum til að stofna starfshóp um næstu skref í uppbyggingu Laugardalsvallar. Þetta kom fram á fréttamannafundi um málefni vallarins í Laugardalnum í dag. Meira »

Áforma byggingu nýs Sjálfsbjargarhúss

15:27 Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóð Sjálfsbjargar við Hátún 12. Gerð deiliskipulags á reit Sjálfsbjargar við Hátún 12 verður grundvöllur að framtíðaruppbyggingu samtakanna á lóðinni. Meira »

77% andvíg lögbanni á fréttir fjölmiðla

15:25 Meirihluti Íslendinga, eða 77%, er andvígur lögbanni sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning fjölmiðla upp úr gögnum innan úr Glitni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Fram kemur að tæp 64% séu mjög andvíg lögbanninu og 13% frekar andvíg. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Chesterfield dóminn

15:16 Dómur héraðsdóms Reykjavíkur í Chesterfield málinu, máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmunssyni hefur verið ómerktur af Hæstarétti og vísað í hérað. Meira »

Snýst um jafna málsmeðferð

15:10 „Málið snýst ekki um hvort Freyja geti orðið fósturforeldri eða ekki heldur snýst þetta um hvort málsmeðferðin hafi verið eins í hennar máli og öðrum þar sem ófatlaðir einstaklingar eiga í hlut,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður baráttukonunnar Freyju Haraldsdóttur. Meira »

„Ekki búið að fara fram á lögbann“

14:52 „Það er ekkert að frétta,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, um hugsanlegt lögbann gegn breska miðlinum The Guardian. Meira »

Ræða framtíð Laugardalsvallar

14:43 Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt að halda áfram undirbúningsvinnu að stækkun Laugardalsvallar.  Meira »

Tveir í varðhaldi vegna amfetamínssmygls

14:47 Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu falið í bíl þeirra í Norrænu umtalsvert magn af amfetamínvökva. Efnið fannst fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Meira »

Forstjóri Landsvirkjunar í falsfréttum

14:31 Hörður Arnarson, forstjóri Lansdvirkjunar, kemur fyrir í falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook þar sem honum eru eignuð upplogin ummæli um að „þúsundir Íslendinga séu að segja upp störfum“ og að ríkisstjórnin hafi aldrei verið hræddari. Meira »

Vantar nauðsynlega O mínus blóð

14:09 Blóðbankinn auglýsir í dag eftir því að hann vanti nauðsynlega að fá inn tólf O mínus blóðgjafa í dag, en vöntun er á slíku blóði. Aðeins einn í þeim blóðflokki hefur komið í dag. Meira »

Loforðin lýsa vanda stjórnmálanna

13:43 „Það er sérstakur kapítuli að loforðastraumur stjórnmálaflokka þessa dagana getur falið í sér allt að 100 milljarða árleg aukin útgjöld án þess að hugað sé að fjármögnun þeirra,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins á opnum fundi SA sem fram fór í Hörpu í morgun. Meira »

„Nenni ekki að sitja undir svona bulli“

12:02 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar hann fékk svar við spurningu sinni til lögmanns Stundarinnar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur. Meira »

Telur um embættisafglöp að ræða

11:49 „Í raun og veru er um að ræða aðför að lýðræðinu. Það er stóralvarlegt mál og ekki hægt að gera of lítið úr því,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun. Meira »

Ítrekað tekinn við ölvunar- og fíkniefnaakstur

11:33 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann á þrítugsaldri til að sæta fangelsi í 75 daga og svipti hann ökuréttindum ævilangt fyrir að hafa verið ekið fjórum sinnum réttindalaus undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Krefjast gagna frá sýslumanni

10:52 Þrír fulltrúar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafa krafist þess að nefndin fái afhent öll gögn sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins á Stundina og Reykjavík Media. Meira »

Lögbannið verði ekki fordæmisgefandi

11:38 Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur áhyggjur af því hversu víðtækt lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu er gagnvart fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Varaformaður Gagnsæis óttast að lögbannið verði fordæmisgefandi. Meira »

Undrandi á ummælum Þorgerðar

11:13 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kveðst hafa verið undrandi á ummælum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar og sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á fundi um menntamál sem haldinn var í gærkvöldi. Meira »

Ráku út hústökufólk í Kópavogi

10:49 Lögreglan hafði afskipti af tveimur karlmönnum sem höfðu komið sér fyrir í mannlausu einbýlishúsi í eigu Kópavogsbæjar á þriðjudaginn síðastliðinn. Mennirnir voru síðan handteknir vegna annarra mála. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Antikhúsgögn
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6. 4 week...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...