„Hef aldrei fundið fyrir neinu svona sterku“

Björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lögregla og her vinna að því að bjarga ...
Björgunarsveitarmenn, slökkvilið, lögregla og her vinna að því að bjarga fólki úr rústum húsa sem hrundu í Mexíkóborg. AFP

Elín Emilsson Ingvarsdóttir, sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1, fjöldi húsa hrundi til grunna og vinna björgunarsveitir nú í kappi við tímann að ná fólki úr rústunum.

Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka frekar.

Skjálft­inn varð um 8 km suðaust­ur af Atenc­ingo, í Pu­ebla-fylki sem er ná­granna­fylki höfuðborg­ar­inn­ar og á 51 km dýpi.

32 ár eru í dag frá því að jarðskjálfti upp á 8 varð í nágrenni Mexíkóborgar, sem kostaði 5.000 manns lífið og eyðilagði 100.000 bygg­ing­ar.

„Ég hef aldrei fundið fyrir neinu svona sterku,“  segir Elín sem var búsett í borginni fyrir 32 árum þegar stóri skjálftinn reið yfir.

Elín Emilsson Ingvarsdóttir.
Elín Emilsson Ingvarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Í lagi með Íslendingana sem hún þekkir

Elín þekkir fimm Íslendinga sem eru búsettir eru í borginni og segir hún vera lagi með þau öll, þó þau séu vissulega öll í áfalli. „Þetta var líka hryllilegt.“

„Þetta var miklu sterkara en ég hef fundið fyrir áður,“ segir hún og kveður mexíkóska fjölmiðla segja jarðskjálftabylgjurnar hafa verið aðrar en í skjálftanum 7. september sem kostaði 98 manns lífið. „Sá skjálftinn var sterkari, en hann fannst ekki jafn vel í Mexíkóborg. Mér skilst að það hafi líka verið bylgjuskjálfti.“

Hvarflaði að mér að byggingin myndi hrynja

 „Ég vinn á þriðju hæð og sú hugsun hvarflaði að mér að byggingin myndi hrynja, þó að hún sé mjög sterkbyggð,“ segir Elín sem starfar í kennaraháskóla í borginni.

Fólk þusti út á götur borgarinnar þegar skjálftans varð vart, en hún segir þó ekki hafa gætt neins óðagots. Ákveðnir starfsmenn á vinnustöðum fái þjálfun í hvernig eigi að bregðast við jarðskjálftum og þeir sjái um að leiðbeina hinum. „Þetta var ekki eins og í bandarískri kvikmynd þar sem ríkir algjör ringulreið, heldur var þetta eiginlega mjög vel skipulegt.“

Elín býr í suðurhluta borgarinnar og var komin heim til sín þegar mbl.is náði sambandi við hana. Hún segir engar skemmdir vera sýnilegar í sínu næsta nágrenni. „Við erum líka sem betur fer á frekar góðu svæði.“

Heyrir í sírenunum

„Mér skilst að 54 byggingar hafi hrunið í Mexíkóborg og síðustu tölur sem ég heyrði voru að 119 manns hafi látið lífið. Við erum að fylgjast með fréttum af skjálftanum í sjónvarpinu og fáum fréttir af björgunarsveitum sem eru nú á fullu við  reyna að grafa fólk úr rústunum.“ Elín segir lífið í borginni hafa stöðvast við skjálftann og fólk er beðið um að halda sig heima við.

„Ég heyri í sírenum og það er verið að reyna að halda götunum auðum svo björgunarsveitir og slökkvilið komist sinna leiða.“

mbl.is

Innlent »

Kristleifur Guðbjörnsson

05:30 Kristleifur Guðbjörnsson, lögreglumaður og bólstrari, lést miðvikudaginn 6. desember síðastliðinn, 79 ára að aldri. Kristleifur var meðal fremstu frjálsíþróttamanna Íslands á sjöunda áratugnum. Meira »

Andlát: Jóhannes Kristjánsson

05:30 Jóhannes Kristjánsson bifvélavirkjameistari lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri laugardaginn 2. desember. Hann var fæddur 25. nóvember 1921 og því nýorðinn 96 ára. Meira »

Lögblindur en fær ekki ný gleraugu

05:30 Lögblindur maður sem beitti sér fyrir því að fengin yrði til landsins ný gerð af gleraugum hefur ekki fengið að prófa þau, þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni og loforð þar um. Meira »

Veltan 63% meiri en 2015

05:30 Velta erlendra greiðslukorta á Íslandi var um 188 milljarðar króna fyrstu átta mánuði ársins. Það er rúmlega 63% aukning frá 2015 og samsvarar 542 þúsund á hvern landsmann. Meira »

Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

05:30 Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu. Meira »

Aldrei fleiri gestir með skipum

05:30 Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi. Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Meira »

Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

05:30 Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu. Meira »

Frystiskipið Berlín í kjölfar Cuxhaven

05:30 Berlín NC 105, nýr frystitogari Deutsche Fischfang Union, DFFU, dótturfélags Samherja í Þýskalandi, hélt á veiðar í Barentshafi fyrir helgi. Meira »

Unnu hundasýningu erlendis

05:30 Íslenska landsliðið í ungum sýnendum hunda varð um helgina Norðurlandameistari í liðakeppni og Berglind Gunnarsdóttir varð Norðurlandameistari í einstaklingskeppni ungra sýnenda. Meira »

Raðhúsahverfi rís í Reykjanesbæ

05:30 Bygging fyrstu 20 raðhúsanna af alls 50 sem verktakafyrirtækið Stöngull ehf. hyggst reisa við Lerkidal í Reykjanesbæ stendur nú yfir. Meira »

Átta fjölskyldur fengu styrk

Í gær, 21:40 „Það er alveg meiriháttar að sjá hvað þessu hefur verið vel tekið,“ segir Ásdís Arna Gottskálksdóttir, sem stofnaði góðgerðarfélagið Bumbuloní fyrir tveimur árum, með það að markmiði að styrkja fjölskyldur langveikra barna. Meira »

Reyndi að nauðga læknanema

Í gær, 21:22 354 konur í læknastétt skora á starfsmenn og stjórnendur að uppræta kynbundið áreiti, mismunun og kynferðislegt ofbeldi í starfi. Gerendurnir eru oftast karlkyns samstarfsmenn sem eru ofar í valdastiganum, samkvæmt reynslusögum sem konurnar hafa deilt í lokuðum hópi á samfélagsmiðlum. Meira »

Fjarstæðukenndir framburðir í farsamáli

Í gær, 20:34 Ákæruvaldið fer fram á 12 til 18 mánaða fangelsisvist í máli fjögurra einstaklinga sem ákærðir eru fyrir peningaþvætti, en aðalmeðferð í málinu lauk í héraðsdómi í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og eina konu, en krafist vægari refsingar yfir konunni, þrátt fyrir að hennar þáttur sé talinn mikill. Meira »

Ráðherra fékk fyrsta fossadagatalið

Í gær, 19:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tók í dag við fyrsta eintakinu af fossadagatalinu 2018 úr hendi þeirra Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis og Ólafs Más Björnssonar augnlæknis. Myndirnar tóku þeir Tómas og Ólafur Már í þremur ferðum sínum á svæðið sl. sumar. Meira »

Kleip mig í bæði brjóstin

Í gær, 18:52 Tæplega 600 íslenskar flug­freyjur hafa skrifað undir áskorun þar sem þær hafna kyn­ferð­is­legri áreitni og mis­munun og skora á karl­kyns sam­verka­menn sína að taka ábyrgð. Með áskorun sinni deila flugfreyjurnar 28 nafnlausum sögum af áreitni og mismunun sem þær hafa sætt í starfi. Meira »

45 daga fangelsi fyrir um 3 kíló af kannabis

Í gær, 19:48 Karlmaður á fertugsaldri var fyrir helgi dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kannabisræktun, en í september gerði lögregla upptæk hjá manninum 1,7 kíló af maríjúana, 1,5 kíló af kannabislaufum og sex kannabisplöntur. Meira »

„Var mikil froststilla, sem betur fer“

Í gær, 19:29 „Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Meira »

Hrútar eru fagur fénaður

Í gær, 18:30 Jón Gunnarsson, bóndi í Árholti á Tjörnesi, á marga hrúta og hefur stundað ræktunarstarf um langt árabil. Það var því mikill handagangur í öskjunni þegar hann og systursonur hans, Gunnar Sigurður Jósteinsson, tóku til við að rýja stóru hrútana eins og þeir eru stundum kallaðir í daglegu tali. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Pels
Til sölu Pels nr. 38 Frekari upplýsingar í síma: 8935005 ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
 
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Framhaldsuppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...