„Við vorum ótrúlega heppnir“

Mjólkurbíll frá MS á ferðinni á Suðurlandi.
Mjólkurbíll frá MS á ferðinni á Suðurlandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Betur fór en á horfðist með mjólkursöfnun á bæjunum sem lokuðust af á austanverðu Suðurlandi í síðustu viku. Engin mjólk fór til spillis. Eins og mbl.is greindi frá á fimmtudaginn hefði svo getað farið að hella hefði þurft mjólk á einu stærsta mjólkurbúi landsins. Þrjú mjólkurbýli voru lokuð af á milli Hólmsá og Steinavatna í síðustu viku. Þar á meðal er búið Flatey á Mýrum, sem hefur um 220 mjólkandi kýr og er eitt alstærsta mjólkurbú á Íslandi.

Pálmi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs MS á Selfossi, segir í samtali við mbl.is að mjólkurbíllinn hafi verið síðasti bíll sem komst inn og út af svæðinu á miðvikudag. Þá hafi öll mjólk verið sótt, nema á þremur bæjum. En við komumst í gærmorgun inn á svæðið aftur og náðum þá að hreinsa upp alla mjólk,“ segir hann. Ekkert hafi farið til spillis. „Við vorum ótrúlega heppnir,“ segir hann en á fimmudaginn sagði Pálmi að sunnudagurinn væri síðasti séns til að sækja mjólk á þessi býli. Annars hefðu þurft að hella niður.

Pálmi segir að MS þurfi ekki að fara yfir Steinavötn til að sækja mjólk, hægt sé að þjónusta bændur hinum megin frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert