Vilja innheimtugátt á Akranesi

Fyrrverandi starfsmenn Spalar, sem rak Hvalfjarðargöng, búa yfir reynslu við …
Fyrrverandi starfsmenn Spalar, sem rak Hvalfjarðargöng, búa yfir reynslu við innheimtu veggjalda og er nú kannað hvort hún geti nýst áfram.

Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu.

Telja menn að hægt sé að nýta reynslu og þekkingu af starfsemi Spalar við umsjón og rekstur Hvalfjarðarganga í því sambandi.

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt drög að erindisbréfi um stofnun fimm manna starfshóps til að annast verkefni sem kallað er „Spölur 2.0“. Er markmiðið að kanna lagalegt og pólitískt umhverfi í tengslum við að búa til fyrrnefnda innheimtugátt.

„Hópurinn mun kanna hver vilji ríkisins og löggjafans er til framtíðar þegar kemur að því að fjármagna ýmsar framkvæmdir eins og til dæmis Sundabraut,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. Hann segir að bæjaryfirvöld vilji ná utan um það hvað sé í gangi og hvaða kröfur verði gerðar ef þær hugmyndir verði að veruleika að blanda saman fjárframlagi einkaaðila og ríkisins við vegagerð og aðrar samgönguframkvæmdir eins og rætt hefur verið um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert