Leitin að týndu konunni bar ekki árangur

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir strandlengjuna á meðan lögregla og björgunarsveitir …
Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir strandlengjuna á meðan lögregla og björgunarsveitir gengu meðfram strandlengjunni. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Árangurslausri leit lögreglunnar á Suðurlandi, björgunarsveita og Landhelgisgæslu Íslands að konu sem talin er hafa fallið í sjóinn við Dyrhólaey er lokið í bili. Ákveðið hefur verið að bíða með áframhald leit þangað til á fimmtudag.

Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

„Leitinni er lokið í dag. Það var á milli klukkan 14 og 15 sem síðustu verkefnin kláruðust og leitin bar ekki árangur,“ segir Sveinn. Hann telur að milli 60 og 70 manns hafi komið að leitinni í dag auk áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Konunnar hefur verið saknað síðan á föstudaginn 20. desember. Hún heitir Rima Grunskyté Feliksasdóttir og er erlendur ríkisborgari en hefur verið búsett hér á landi í mörg ár.

Spurður hvort að leit hafi verið hætt vegna myrkurs eða veðurs segir Sveinn að svo hafi ekki verið. „Við gerum ekki ráð fyrir því að við séum í lífleit. Við settum niður ákveðin svæði sem við erum að leita á, þau voru kláruð og það bar ekki árangur.“

„Við erum svolítið að horfa á sjóinn, hvernig hann hegðar sér. Það er allt sem bendir til þess að hún hafi farið fram af klettinum í sjóinn,“ bætir hann við.

Svæðið sem leitað var á í dag er strandlengjan frá Þorlákshöfn að Skaftá.

Aðgerðarstjórn setti niður leitarsvæði sem farið var yfir án árangurs.
Aðgerðarstjórn setti niður leitarsvæði sem farið var yfir án árangurs. Mbl.is/Jónas Erlendsson
Leitað var úr lofti, landi og af sjó.
Leitað var úr lofti, landi og af sjó. Mbl.is/Jónas Erlendsson
Á þessum árstíma er birtan af skornum skammti og leitarskilyrði …
Á þessum árstíma er birtan af skornum skammti og leitarskilyrði því ekki með besta móti. Mbl.is/Jónas Erlendsson
Björgunarsveitir komu að leitinni ásamt lögreglunni á Suðurlandi og Landhelgisgæslu …
Björgunarsveitir komu að leitinni ásamt lögreglunni á Suðurlandi og Landhelgisgæslu Íslands. Mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert