Almannavarnir lýsa áhyggjum af verkfallsaðgerðum

Frá fundi almannavarna á föstudaginn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst áhyggjum …
Frá fundi almannavarna á föstudaginn. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst áhyggjum af verkfallsaðgerðum sem komi niður á viðkvæmustu hópum og geti dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða. mbl.is/Arnþór

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsir yfir áhyggjum vegna yfirstandandi verkfalla sem nú eru í gangi og segir þær aðgerðir geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá geti takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fréttatilkynningu frá samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð.

Þá segir einnig að mikið álag hafi verið á símsvörun hjá 1700 eftir að greint var frá fyrsta staðfesta smitinu á Íslandi um miðjan dag í gær. Einhver röskun varð á símsvörun og var í framhaldinu gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkt myndi gerast aftur.

Lögregla og heilbrigðisstarfsfólk tekur á móti farþegum

Núna klukkan 17:00 er svo gert ráð fyrir að flugvél Icelandair lendi í Keflavík, en hún flytur farþega sem hafa dvalið á Norður-Ítalíu. Eru 180 Íslendingar um borð, en þeir munu fá upplýsingar frá áhöfn flugvélarinnar um almenna smitgátt ásamt upplýsingum um símanúmerið 1700 finni þeir fyrir einkennum veirunnar. Að auki munu lögreglumenn og heilbrigðisstarfsmenn taka á móti fólkinu til að veita því frekari ráðleggingar um framhaldið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert