Hvert barn fái tólf mánaða rétt til orlofs

Í yfirlýsinunni er frumvarpið gagnrýnt harðlega.
Í yfirlýsinunni er frumvarpið gagnrýnt harðlega. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lagafrumvarpi félags- og barnamálaráðherra um fæðingar- og foreldraorlof skal breytt á þann veg að hvert barn fái tólf mánaða sjálfstæðan rétt til orlofs með foreldri sínu eða foreldrum. Tímabil orlofstöku skal áfram vera minnst 24 mánuðir.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Barnaheill, Geðverndarfélagi Íslands og Fjölskyldufræðingafélagi Íslands.

Alþingi samþykkti breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof 17. desember í fyrra. Í framhaldinu skipaði barnamálaráðherra samstarfshóp til að leggja til heildarendurskoðun laganna.

„Við teljum það ámælisvert að ráðherrann hafi skipað hópinn eingöngu af fulltrúum vinnumarkaðarins auk fulltrúa frá ráðuneytum og Vinnumálastofnun. Enginn með sérþekkingu á börnum og þörfum þeirra, s.s. frá Ljósmæðrafélagi Íslands, Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Geðlæknafélaginu, Félagi íslenskra félagsráðgjafa, Sálfræðingafélagi Íslands, Kennarasambandinu, Félagi leikskólakennara eða frjálsum félagasamtökum sem vinna að málefnum barna var skipaður í hópinn,“ segir í yfirlýsingunni.

„Með þeirri skipan má draga þá ályktun að ekki hafi staðið til að setja þarfir barna í forgrunn, heldur að líta á fæðingarorlof fyrst og fremst sem vinnumarkaðsúrræði til að ná fram öðrum markmiðum en velferð barna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert