Aftur of margir í Landakotskirkju

Landakotskirkja.
Landakotskirkja. mbl.is/Ómar Óskarsson

Of margir voru saman komnir við messuhöld í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag, langt yfir samkomutakmörkunu, að því er fram kemur í frétt Rúv. Lögregla mætti á staðinn og ræddi við biskup að messu lokinni. Málið er nú til rannsóknar.

Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem lögregla hefur afskipti af messuhaldi í Landakotskirkju. Á jóladag var greint frá því að hátt í 130 manns hafi verið við messu á aðfangadagskvöld í Landakotskirkju. Sóttvarnir voru virtar að vettugi; aðeins fáir með grímu, sprittbrúsar hvergi og fjarlægðarmörk ekki virt.

Hvorki náðist í lögreglu né Landakotskirkju vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert