Listinn laus við fingraför Samherja

„Ég held að við verðum að gera greinarmun á því …
„Ég held að við verðum að gera greinarmun á því sem menn segja í lokuðum samskiptum á spjallþræði, sín á milli, og raunveruleikanum," segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki hafa orðið var við eða haft spurnir af tilraunum „skæruliðadeildar“ Samherja til að beita áhrifum sínum í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi. Hann segir það óeðlilegt ef fyrirtæki telja sig geta haft áhrif á prófkjör stjórnmálaflokka.

Beindust tilraunirnar helst að því að koma í veg fyrir að Njáll Trausti Friðberts­son fengi odd­vita­sæti í kom­andi próf­kjöri flokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi, ef marka má heim­ild­ir Kjarn­ans.

Bjarni bendir á að listi yfir frambjóðendur liggi fyrir og af honum megi sjá að þessar tilraunir, sem ályktað var um út frá rafrænum samskiptum starfsmanna Samherja,  hafi ekki gengið eftir. Einungis einn þeirra sem var á „óskalista“ Samherja, endaði í prófkjöri Sjálfstæðisflokkins í kjördæminu.

„Ég held að við verðum að gera greinarmun á því sem menn segja í lokuðum samskiptum á spjallþræði, sín á milli, og raunveruleikanum. Raunveruleikinn er sá að það hefur ekkert gerst í framboðsmálum hjá Sjálfstæðisflokknum sem hefur fingraför afskipta fyrirtækja, það liggur fyrir. Að því leytinu til er ekkert meira um það að segja,“ sagði Bjarni í samtali mbl.is.

Of langt gengið

Varðandi tilraunir Samherja til að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, telur Bjarni það of langt gengið hjá fyrirtækinu.

Samherji hefur staðið í stappi við RÚV frá því að miðillinn birti frétttaskýringarþátt um skjöl sem höfðu að geyma upplýsingar um starfshætti Samherja í Namibíu. Töldu starfsmenn innan Samherja að RÚV hygðist taka yfir Blaðamannafélagið og nota það gegn Samherja.

Bjarni bendir á að ef menn segja að ríkismiðillinn, sem hefur skyldum að gegna samkvæmt lögum, stendur ekki undir þeim skyldum, beri stjórnvöldum að hlusta. Þessar skyldur sem snúa helst að óháðum og upplýsandi fréttaflutningi séu forsenda þess að þjóðin taki öll sameiginlegan þátt í fjármögnun miðilsins. Hinsvegar ítrekar hann að í þessu tiltekna máli hafi Samherji gengið of langt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert