Myndskeið: Eldgosið séð úr lofti

Á meðfylgjandi drónamyndskeiði má sjá hvernig gossprungan teygir sig við Sundhnúkagígaröðina og hraunið flæðir bæði til suðurs í átt að Grindavík og til vesturs í átt að Grindavíkurvegi.

Ljósmyndarinn Hörður Kristleifsson tók myndskeiðið fyrir mbl.is nú fyrir skömmu.

Á hluta myndbandsins má sjá yfir gosið úr norðri, en Grindavík er fjærst á myndskeiðinu.

Þá er einnig meiri nærmynd sem sýnir gossprunguna betur.

Gossprungan rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld.
Gossprungan rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert